Sænska ríkisútvarpið veitti rangar upplýsingar um stöðu bólusettra á gjörgæslu – sendir nú leiðréttingu

frettinErlentLeave a Comment

Ekot í sænska ríkisútvarpinu hefur birt leiðréttingu vegna fyrri tilkynningar í sumar þar sem fullyrt var að meirihluti þeirra sem voru á gjörgæslu vegna Covid væru óbólusettir. En það var rangt.

Það var nánar tiltekið þann 16. júlí sem útvarpið fullyrti þetta.

En þetta var greinilega ekki raunin. Því nú hefur Ekot skipt um skoðun.

Í leiðréttingu frá útvarpinu á miðvikudaginn segir að 13 prósent séu „staðfest óbólusettir,“ 39,5 prósent með óþekkta bólusetningastöðu, 8 prósent að hluta bólusettir og 39,5 prósent fullbólusettir.

Hins vegar er ekki útskýrt hvað átt er við með hinum ýmsu hugtökum.

Lýðheilsustöðin (Folkhälsomyndigheten) í Svíþjóð hefur áður fengið á sig mjög harða gagnrýni fyrir það hvernig hún heldur úti tölfræðinni yfir þá sem hafa eða hafa ekki fengið svokallað „bóluefni“ gegn Covid-19.

Yfirvöld hafa meðal annars verið sökuð um að mistnoða tölfræðina. Blaðamaðurinn Per Shapiro spurði sérfræðinga Lýðheilsustöðvarinnar á „almannavarnarfundi“ í vetur út í tölfræðina en fékk engin almennileg svör. Hann benti á að þeir sem höfðu verið bólusettir innan tveggja vikna væru flokkaðir óbólusettir sem skekkti tölfræðina.

Hér má sjá upptöku af „almannavarnarfundi“ í Svíþjóð þar sem hann spyr sérfræðingana út í málið:

Heimild.

Skildu eftir skilaboð