Afleiðingar sóttvarnaaðgerða verri en afleiðingar af faraldrinum sjálfum

frettinViðtalLeave a Comment

Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur var gestur Arnars Þórs Jónssonar lögmanns í þættinum, Í leit að sannleikanum, á Útvarpi Sögu í gær.

Þorsteinn og reyndar þeir báðir, hafa tjáð sig mikið um C-19 faraldurinn og Þorsteinn er pistlahöfundur á breska miðlunum Daily Sceptic, Brownstone, Conservative Woman og Epoch Times.

Aðgerðirnar sem farið var í á heimsvísu voru verri og munu hafa víðtækari áhrif heldur en sjálfur faraldurinn. Þetta kom meðal annars fram þeim Þorsteini og Arnari.

Þorsteinn sagði afleiðingarnar þegar farnar að sjást en séu alls ekki komnar fram af fullum krafti. Hann benti á að dauðsföll hafi aukist í kjölfar faraldursins og það megi rekja til þess að allri athygli heilbrigðisstarfsmana hafi beinst að Covid og annað látið mæta afgangi, þannig hafi langveikir sjúklingar með krabbamein og aðra lífshættulega sjúkdóma beinlínis verið settir á bið og nú komi þetta meðal annars fram í fjölgun dauðsfalla.

Þá séu afleiðingarnar margvílsegar og taki til nánast allra þátta í lífinu; heilsufarsleg, efnahagsleg, félagsleg og stjórnmálaleg.

Fólk hafi til dæmis einangrast í faraldrinum vegna sóttvarnaaðgerða sem hafi aukið einmanaleika og þunglyndi, fjölmargir hafi verið misst vinnuna eða tekjur þeirra hafi lækkað með tilheyrandi áhrifum á viðkomandi einstaklinga og fjölskyldur sem þetta hafi þurft að þola. Flestir fjölmiðlar dönsuðu eftir ákveðinni ríkisstefnu og borið gagnrýnislaust út lýsingar sem heilbrigðisyfirvöld ríkja, lyfjarisar og samfélagsmiðlar settu fram í faraldrinum, þar á meðal virkni þeirra efna sem notuð voru sem bólusetningarefni gegn Covid-19.

Ósprautaðir einstaklingar þurftu að þola það að vera jaðarsettir af hátt settu fólki, jafnvel af kjörnum fulltrúum og fólk niðurlægt fyrir það eitt að vilja ekki þiggja bólusetningu. Einnig hafi stjórnvöld víða um heiminn notað óttastjórnun gegn almenningi og í stað þess að draga úr ótta hafi verið gefið í og ýtt undir óttann og gert meira úr hættunni af faraldrinum en efni stóðu til.

Auk þess hafi aðgerðir haft þau áhrif að ritskoðun samfélagmiðla hafi aukist verulega og staðreyndir sem settar hafi verið á samfélagsmiðla verið eytt út gegn betri vitund, jafnvel þótt þær hafi verið settar fram með vísan til vísindalegra rannsóknarniðurstaðna.

Ofan á allt þetta hafi almenningi verið talin trú um að bóluefnin myndu koma í veg fyrir smit sem var rangt eins og komið er í ljós auk þess sem rannsóknir hafa sýnt að endursmit séu tíðari meðal bólusettra.

Þetta sé þvert á það yfirvöld hafi haldið fram og dæmi um rangfærslur sem settar hafi verið fram af opinberum aðilum.

(Nýlega kom út íslensk rannsókn sem einmitt sýndi að hætta á endursmiti jókst eftir fjölda bóluefnaskammta.)

Þorsteinn sagði að vegna alls þess sem á undan er gengið geti orðið mikið samfélagslegt umrót:

„við sjáum bara efnahagsástandið og hvernig það er að þróast, við erum að sjá versnandi lífskjör fólks um allan heim, við erum að sjá stórfellda aukningu atvinnuleysis og þetta er þegar byrjað að gerast, það sem þarf til þess að fólk átti sig á hlutunum er að það finni þetta á eigin skinni og því stórtækari sem stjórnvöld hafa verið í að halda fram ósannindum og halda niðri aðgengi fólks að upplýsingum og blekkja fólk því alvarlegra verður umrótið“ segir Þorsteinn.

Hlusta má á þáttinn í spilaranaum á Útvarpi Sögu.

Skildu eftir skilaboð