Mark Zuckerberg, aðaleigandi Facebook, var í viðtali hjá þáttastjórnandanum Joe Rogan þar sem Zuckerberg útskýrði að með aðstoð algóriðma hafi Facebook ritskoðað fréttir New York Post um fartölvu sonar Bandaríkjaforseta, Hunter Biden, í 7 daga á grundvelli almennrar beiðni frá alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Stofnunin óskaði þess að Facebook yrði „vel á verði“ vegna „yfirvofandi áróðursherferðar„ frá Rússum.
Zuckerberg viðurkenndi þar með að bandarísk stjórnvöld hafi haft afskipti af forsetakosningum og stjórnað upplýsingum sem fólk sá á Facebook. Algóriðminn var stilltur þannig að fréttir um hina alræmdu fartölvu Hunter sáust í minna mæli en þær hefðu annars gert.
Fartölvan innihélt upplýsingar um viðskipti Hunter Biden, þar á meðal verkefni í Kína og Úkraínu. Um málið má lesa nánar hér og hér.
Zuckerberg sagði við Rogan að hann sæi eftir því hvernig Facebook höndlaði málið, en sagði þó nálgun ritskoðunarinnar hafa verið „sanngjarna.“
„En ólíkt Twitter sem sagði að þessum fréttum mætti einfaldlega ekki deila,“ sagði Zuckerberg, „þá bældi Facebook fréttirnar.“
Hér má sjá brot úr viðtalinu við Zuckerberg.