Engin svör hafa borist frá landæknisembættinu við fyrirspurn Fréttarinnar á 80% aukningu á andvanda fæðingum hérlendis á árinu 2021. Ekkert hefur heldur borið á umræðum stjórnmálamanna eða heilbrigðisstarfsmanna um þessa miklu aukningu.
Hagstofa Íslands sendi frá sér skýrslu um fjölda fæðinga á Íslandi fyrir árið 2021, þann 28. apríl sl.
Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2021 var 4.879 sem er fjölgun frá árinu 2020 þegar 4.512 börn fæddust. Einungis þrisvar áður hafa fleiri lifandi fædd börn komið í heiminn á einu ári, árin 2009-2010 og 1960.
Það sem ekki kemur fram í skýrslu Hagstofunnar er sú mikla fjölgun andvana fæðinga og nýburadauða sem nánast tvöfaldaðist frá árinu áður, 2020. Þessar tölur má þó allar nálgast í töflunni Andvana fæddd börn og ungbarnadauði 1951-2021.
Þar má sjá að andvana fæddum börnum fjölgaði árið 2021 um 8 frá árinu áður. Árið 2020 voru 9 andvana fæðingar en 17 árið 2021. Andvana fæddum per 1000 lifandi fæddra barna fjölgar úr 2,0 í 3,5 milli ára. Leita þarf aftur til ársins 2004 til að fá sama fjölda og árið 2021.
Meðaltal andvana fæddra barna per 1000 lifandi barna á árunum 2011 - 2020 er 2 per 1000. Aukningin er því 75% miðað við meðaltal síðustu níu ára þar áður.
Aukning á burðarmálsdauða er 82% á árinu 2021 miðað við meðaltal síðustu níu ára þar á undan. Burðarmálsdauði er samtala andvana fæddra og barna sem deyja innan viku frá fæðingu af 1.000 fæddum alls.
Í breskri skýrslu frá árinu 2018, segir að andvana fæðingar í Evrópu séu á bilinu 2.3 per þúsund lifandi fæddra barna (á Kýpur, Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Hollandi) til 3.4 eða meira (í Lettlandi, Írlandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og Búlgaríu).
Á árinu 2021 er Ísland því á sama róli og síðarnefndu þjóðirnar. Á árunum 2011 - 2020 var fjöldi andvana fæðinga per 1000 lifandi fæðinga hér á landi á bilinu 0,9 - 2,5. Fyrir árið 2021 er talan 3,5.
Talan yfir fjölda dána á fyrsta aldursári jókst á síðasta ári um 100% miðað við meðaltal síðustu níu ára þar á undan.
Fréttin tók saman upplýsingar frá Hagstofunni og birti 29.apríl sl.
Fréttin birtist í breska miðlinum Daily Sceptic
Þorsteinn Siglaugsson hagfræðingur skrifaði síðan ítarlegri frétt um málið á breska netmiðlinum Daily Sceptic og benti meðal annars á að sumar rannsóknir hafi gefið til kynna hugsanlegt samband milli andvana fæðinga og COVID-19 sýkingar, en aðrar hafa ekki fundið nein tengsl.
Á Íslandi voru tæplega 6.000 tilfelli af COVID-19 tilkynnt árið 2020 og 21.000 árið 2021, tæplega þriðjungur þeirra á síðasta mánuði ársins þegar Omicron gerði vart við sig.
Heimsfaraldurinn og fjöldabólusetningar
Í grein Þorsteins segir einnig að á fyrsta ári COVID-19 heimsfaraldursins, 2020, hafi engin aukning verið á andvana fæddum eða nýburadauða umfram meðaltal. Engin ungbarnadauðsföll hafa verið rakin til COVID-19 samkvæmt opinberum gögnum.
Fjöldabólusetning gegn COVID-19 hófst snemma árs 2021 og 15. júlí höfðu 70% þjóðarinnar verið fullbólusett. Ellefu tilfelli fósturskemmda eftir bólusetningu höfðu verið tilkynnt til Lyfjastofnunar fyrir apríl 2022. Til dagsins í dag hefur Lyfjastofnun borist 26 tilkynningar um aukaverkanir tengdum meðgöngu og nýburum (sjá töfluna Tilkynninar sendar í EudraVigilance).
Fréttin vekur athygli erlendis
Þessi mikla frétt virðist ekki hafa náð athygli helstu og „ábyrgu“ fjölmiðlanna hérlendis. Aftur á móti vakti hún athygli erlendis og birtist á nokkrum minni netmiðlum og fréttasíðum og varð fljótt mest lesna frétt á fréttin.is og er það enn. Umferð erlendis frá á vefinn jókst um helming.
Þar má nefna miðilinn Daily Exposé hvers blaðamenn eru iðnir við að vakta og greina gögn opinberra stofnana, færeyska miðilinn Hinvegin, hollenska miðilinn Frontnieuws, bloggsíðu í Kóreu, American Journal, Mirastnews í Frakklandi, grískan miðil o.fl.
Það vekur athygli að málið skuli ekki vekja athygli hér á landi, en Ísland hefur lengi státað af lágri tíðni andvana fæðinga og ungbarnadauða. Þykir það ekki fréttnæmt að Ísland sé komið í hóp með Rúmeníu, Búlgaríu og fleiri fátækari Evrópulöndum hvað þetta snertir?
Eru opinber gögn Hagstofu Íslands kannski flokkuð sem upplýsingaóreiða eða samsæriskenning?
2 Comments on “Engar skýringar heilbrigðisyfirvalda á stóraukinni tíðni andvana fæðinga”
5g ekki bólusettningarnar !!!
Bólusetningar hvað….Eigum við ekki að hætta að kalla þennan óþverra bólusetningu og kalla hlutina sínu rétta nafni, t.d. genabreytandi eiturjukk. Þetta eru ekki bólusetningar.