Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, skrifar harðorðan pistil á facebook síðu sína og segir að sögurnar sem á þau hjónin hafa verið bornar séu lygaþvættingur sem sé sprottinn upp úr því að almannatengill Sjálfstæðisflokksins hafi auglýst eftir slíkum sögum á sínum tíma, og hafi Friðjón Friðjónsson staðið á bak við það.
„Það þorir bara enginn að segja það upphátt. En ég get sagt ykkur, að allar þessar ljótu sögur um okkur Jón Baldvin eru lygaþvaður – haturspóstur sem á sér enga stoð í raunveruleikanum,“ segir Bryndís.
Bryndís segist hafa neyðst til þess að lesa þessar sögur á sínum tíma á síðum Stundarinnar þann 11. janúar, 2019, og hafi sundlað við þann lestur.
„Og ég þekkti ekki þetta fólk, sem verið var að lýsa. Voru þetta við Jón Baldvin? Hann káfandi læri og rassa ókunnra kvenna og ég þuklandi á kynfærum ungra karla? Alltaf sífull, flissandi drusla - í einu orði sagt viðbjóðsleg? Um leið og ég las þessar lýsingar á sjálfri mér, þá vissi ég samstundis, að sögurnar um manninn voru líka lygi.“
Pistilinn í heild sinni má lesa hér neðar.
One Comment on “Bryndís Schram: allar þessar ljótu sögur um okkur Jón Baldvin eru lygaþvaður”
Ekki held ég að dóttir þeirra sé sammála. Það var líka altalað að þau voru á kafi í sukki. Það vissu sennilega allir á Ísafirði af því. Auðvita vilja þau takmarka málfrelsið. Það er alltaf að fjölga í þeim hópi sem það vill. Bryndís veit að nú er lag að þagga niður í fólki því að hún tilheyrir núna allstórum þrýstihópi, með slæmt mjöl í pokahorninu.