Jón Magnússon skrifar:
Helsti sérfræðingur alheimsins og mannkynsfrelsari, Ólafur Ragnar Grímsson fyrrum forseti íslenska lýðveldisins, sagði í kvöldfréttum 28.ágúst, að Grænlandsjökull væri að bráðna og sjávaryfirborð mundi þá hækka allt að tvo metra. Í sama fréttatíma kom annar sérfræðingur sem talaði um bráðnun Suðurskautsins, en allt var þar í meiri óvissu en hjá Ólafi.
Sérfræðingar á borð við mannkynsfrelsarann Ólaf Ragnar hafa oft komist að sömu niðurstöðu, ranglega, með hnattræna hlýnun og bráðnum Grænlandsjökuls og Suðurskautsins.
Fyrir 99 árum þ. 7. apríl 1923, sagði blaðið Daily Mercury, "Norðurpóllinn er að bráðna. Margir jöklar eru horfnir".
Í sama streng tók blaðið Harrisburg Courier 17.des.1939 en þar sagði "Vísindamenn segja að Grænlandsjökull sé að bráðna."
Árið eftir þ. 13.okt 1940 sagði síðan blaðið Hartford Courant Magazine "Ísinn á Suðurhvelinu bráðnar hratt."
Okkar ástsæli fyrrum forseti ætti e.t.v. að snúa sér að öðru en að taka undir aldargamla spádómum um hamfarahlýnun og hamfarabráðnun. Honum fer ýmislegt betur úr hendi en að gerast sölumaður "snákaolíu".