Kona sem snéri aftur í sitt upprunalega kyn á síðasta ári, segir að hundruð transungmenna séu nú að leita sér hjálpar til að komast aftur í upprunalegt kyn.
Charlie Evans er 28 ára bresk kona sem breytti sér í karlmann og lifði þannig í næstum áratug. Hún sagði nýlega við Sky News að hundruð ungmenna hafi haft samband við sig til að fá ráð eftir að hún opinberaði sögu sína á síðasta ári.
Evans segir að ungt fólk sem nýlega hefur gengist undir kynleiðréttingaraðgerð, leiti nú í auknum mæli til hennar í von um aðstoð, þar sem þau vita ekki hvað þau eiga að gera eða hvert þau eigi að snúa sér.
Hin 28 ára gamla Evans segist nú vera að stofna góðgerðarsamtök sem heita The Detransition Advocacy Network og eru fyrir alla þá sem líður eins og henni.
Á svæðinu þar sem hún býr í Newcastle, hafa yfir 30 manns nú þegar skráð sig og tekur hún fram að flestir eru á tvítugsaldri, og aðallega samkynhneigðir og oft einhverfir, segir Evans.
„Ég er í samskiptum við 19 og 20 ára krakka sem hafa farið í fulla kynleiðréttingaraðgerð en óska þess nú að þau hefðu ekki gert þetta, og vanlíðanin bara eykst þegar þau átta sig á að þau geti ekki snúið aftur til baka, „þau vita ekki hverjir möguleikar þeirra eru núna, segir Evans.
Kona að nafni Ruby sagði við Sky News að lyfin hafi ekki hjálpað til með kyntruflun hennar, og í stað þess að fara í aðgerð vildi hún vinna í því að breyta líðan sinni varðandi sjálfa sig.
„Ég veit alveg hvernig ég upplifi kynvanda, þá meina ég hvernig ég upplifi önnur líkamsímyndarvandamál,“ sagði Ruby við SkyNews fréttamiðilinn og bætti við að hún væri einnig með átröskun.
Ruby útskýrir að hún hafi farið í meðferðarlotur þegar hún fór í kynjafræðiþjónustu, en henni fannst ekki eins og starfsfólkið tengdi kyntruflun hennar við átröskunina.
„Fyrir alla sem eru með kynvandamál, hvort sem þeir eru trans eða ekki, vil ég að það séu til fleiri valkostir fyrir okkur vegna þess að ég held að kerfið segi: „Allt í lagi, hér eru hormónarnir þínir, hér er aðgerðin þín, farðu.“ Ég held að það sé ekki gagnlegt fyrir neinn,“ sagði hin(n) 21 árs gamla Ruby sem hefur breytt sér aftur í karlmann.
Samkvæmt Sky News hafa sjúklingar allt niður í þriggja eða fjögurra ára leitað til Tavistock og Portman NHS Trust vegna kynvitundarþjónustunnar sem er ætluð fyrir börn yngri en 18 ára.
Heilsugæslustöðvar hafa séð metfjölda tilvísana, með 3.200 prósenta fjölgun sjúklinga samanborið við fjöldann fyrir áratugi, eins og getið er um í ritstjórn Epoch Times „How the Specter of Communism is Ruling Our World“.
Nánar má lesa hér.