David Icke bannað að ferðast til Hollands og tuga annarra Evrópuríkja í tvö ár

frettinErlent2 Comments

„Bretanum David Icke hefur verið bannað að ferðast til 26 Evrópuríkja í tvö ár vegna þess að hann er ógn við allsherjarreglu“. Fjöldi erlendra miðla voru með fréttina, meðal annars Euronews.

Þettar er partur af takmörkunum sem hollensk yfirvöld hafa sett honum til að koma í veg fyrir að hann mæti á fyrirhuguð mótmæli um helgina í Amsterdam.

„Icke sem er fyrrum knattspyrnumaður hefur þegar verið hent út á Facebook og Twitter fyrir að dreifa rangfærslum um COVID-19 heimsfaraldurinn,“ segir í fréttinni.

Dilan Yeṣilgöz-Zegerius, dómsmálaráðherra Hollands, sagði fréttamönnum á föstudag að grundvallarréttindi til málfrelsis og réttur til að mótmæla væri „ekki takmarkalaus“.

Icke hefur meðal annars gagnrýnt hollensk yfirvöld fyrir aðgerðir þeirra gegn hollenskum bændum og hann segir Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, vera strengjabrúðu World Economic Forum (Alþjóðaefnahagsráðsins). Hlusta má á Icke hér neðar:


2 Comments on “David Icke bannað að ferðast til Hollands og tuga annarra Evrópuríkja í tvö ár”

Skildu eftir skilaboð