Fyrrum barnapoppstjarnan, Aaron Carter, sem þekktur er fyrir plöturnar Aaron's Party og LØVË er látinn, staðfestir tímaritið People. Hann var 34 ára.
Tónlistarmaðurinn fannst látinn á laugardagsmorgun í húsi sínu í Lancaster, Kaliforníu, að sögn TMZ, sem fyrst greindi frá fréttunum. Lögreglan segir að ekki sé grunur um saknæmt athæfi.
Samkvæmt miðlinum TMZ sem fyrst greindi frá atburðinum sögðu heimildir að söngvarinn hafi fundist látinn í baðkari. Heimildarmenn lögreglu sögðu við TMZ að þeir hafi fengið símhringingu í neyðarnúmerið 911 klukkan 11 á laugardag um að karlmaður hafi drukknað í baðkari.
Carter átti ungan son sem hann hafði misst forræði yfir vegna vímuefnavanda og fór í meðferð til að reyna að endurheimta forræðið. Hann hafði einnig nýlega sett húsið sitt á sölu:
One Comment on “Söngvarinn Aaron Carter fannst látinn á heimili sínu 34 ára gamall”
Your point of view caught my eye and was very interesting. Thanks. I have a question for you. https://www.binance.com/zh-TC/register?ref=OMM3XK51