Evrópuþingmaðurinn Christine Anderson frá Þýskalandi hélt í dag ræðu um Covid-faraldurinn frammi fyrir fullum sal af fólki í þinginu:
„Það hefur verið logið að fólki, lygin er risavaxin og á þessari lygi byggðust allar frelsisskerðingar, lokanir, og takmarkanir sem ríkisstjórnir heims settu á borgara sína, sérstaklega ríkisstjórnir vestrænna lýðræðisríkja, allt var þetta byggt á þessari risavöxnu lygi,“ sagði Anderson.
„Urusula von der Layen, forseti framkvæmdastjórnar ESB er undir miklum þrýstingi og réttilega svo. Fólk hefur rétt á að vita um hvað hún samdi við forstjóra Pfizer, Albert Bourla, með smáskilaboðum sínum, hvað átti sér stað bak við tjöldin (þar sem ríki ESB voru látin kaupa 4,5 milljarða skammta af Pfizer, 10 skammta á hvern ESB borgara).“
„Fólk þarf að vita hver á að taka ábyrgð á því sem var í gangi með þessa samninga. En þetta er að breytast, spilaborgin þeirra er að hrynja. Og vitið þið hvað, ég er þreytt á því að vera kölluð COV-idot“, sagði Anderson, en ég vil heldur vera COV-idot en GOV-idot (government- idiot),“ og átti hún þar við þingmenn ESB.
„Þetta snérist aldrei um heilsu, aldrei nokkurn tímann“... þetta snérist aldrei um að „brjóta niður“ einhverjar bylgjur, þetta gekk alltaf út á að brjóta niður fólkið. En góðu fréttirnar eru þær að þeim mistókst, það gekk ekki upp hjá þeim og af því er ég mjög stolt...og ég er ánægð með allt fólkið sem ég er fulltrúi fyrir og ég mun halda áfram að vera fulltrúi þess.
Hér má hlusta á þingkonuna:
2 Comments on “ESB þingmaður: „Lokanir og frelsisskerðingar voru byggðar á risavaxinni lygi“”
Merkilegt hvað fólk kann ekki að halda sér saman þótt það fái stórar fúlgur greiddar einmitt fyrir það atriði. Fastakaup fulltrúa á Evrópuþinginu er um 15.000 evrur á mánuði, og svo bætast auðvitað við ýmis hlunnindi, dagpeningar og sporslur, þannig að dæmigerður launaseðill hljóðar uppá einar 20-25 þúsund spírur útborgaðar, skattfrjálst að sjálfsögðu.
Það má fastlega búast við því að einhver á æðri stöðum hugsi þessari blaðurskjóðu þegjandi þörfina, og bryddi til dæmis uppá því að senda hana í ókeypis flugferð út um glugga á efstu hæð hótelsins þar sem hún dvelur….nú eða að hún verði fyrir því óláni að falla útbyrðis á snekkju auðkýfingsins sem bauð henni í smá sjóferð.
Það væri óskandi að svona kella væri á alþíngi Íslendinga, þá væri eitthvað að gerast