Hinn útvaldi sem breytti heiminum

frettinErlent, Kvikmyndir, Trúmál3 Comments

Hallur Hallsson skrifar:

Hinn útvaldi - The Chosen er sjónvarpssería á netinu um líf, starf og dauða Jesú Krists, mannsins sem breytti heiminum og skóp vestræna siðmenningu. Serían hefur farið eins og eldur í sinu um veröld víða. Serían um Frelsarann sem tekur á sig syndir mannanna er ólík öllum öðrum, persónusköpun mögnuð. Saga Jesú Krists er mesta saga nokkru sinni sögð. Jesús í senn Guð og maður af holdi og blóði með breyskum lærisveinum sínum; ellefu af tólf Benjamínítar. Allir ættu að horfa á þessa þætti, alveg sérstaklega með börnum sínum. Þeir eru ókeypis, öllum opnir, fólk þarf ekki einu sinni að gefa upp netpóst. Farið bara á heimasíðu The Chosen. Fjármögnuð á netinu, 11.5 milljónir dollara – 1,7 milljarður sem sannarlega er vel varið. Yfir 430 milljónir manns hafa horft á þættina tvo. Sjö þáttaraðir hafa verið boðaðar, tvær hafa verið sýndar um upphafið, þriðja þáttaröðin hefst nú 18. nóvember. Leikstjórinn Dallas Jenkins segir takmarkið að milljarður horfi. Það er verðugt markmið.

FRELSUM TÝNDAR SÁLIR ...

Sögusvið fyrir tvö þúsund árum. Kasólétt María Mey á asna í fylgd Jóseps í steikjandi hita á leið til Betlehem. Símon Pétur skuldum vafinn sjóari með öngulinn í rassinum. „Við skulum veiða sálir,“ sagði Jesús „...frelsa týndar sálir.“ Andsetin María Magdalena í myrkrinu með púkum sínum. Snillingurinn Matteus hafnað af föður, fyrirlitinn af öllum með einhverfu og blýant í hönd. Samverska konan við brunninn sliguð af synd og skömm. Jóhannes sonur Sebedeusar þegar hann óverðugur uppgötvar eðli ljóssins, mátt Orð Guðs við sköpun himins og jarðar og færir í letur í útlegð í Patmos. Jóhannes skírari sem vandar um fyrir Heródesi þó dýflissan og öxin bíði hans og Jesús hvetji til varúðar. Braskarinn Júdas Ískariot sem þjónar tveimur herrum öllu glatar, lífi og sál. Nikódemus farísei sem trúði Jesú en brast kjarkur til þess að fylgja honum. Hneykslaðir faríseiar þrútnir af reiði, steytandi hnefa með kreddur sínar. Rómverskir herforingjar í óvinveittu hernumdu landi með lýð í fjötrum.

Og hugsið ykkur, íslensk þjóð á rætur með ísraelskri þjóð Móse í eyðimörkinni eftir flóttann í gegn um Rauðahafið; afkomandi Benjamíns sonar Jakobs ættföður Ísraels ættkvíslanna tólf. Vitið þér enn eða hvað? spyr völvan í Völuspá.

Þættina má sjá hér.

3 Comments on “Hinn útvaldi sem breytti heiminum”

  1. The Chosen er sápu ópera sem þykist vera um líf Jesú Krists, en breytir samt 95 prósent af öllum sem í Biblíunni stendur um Hann! Óguðleg peningamilla sem hefur ekkert með Krist að gera. Forðist!!!!

  2. Agusta, þættirnir sverja sig þá í ættina við kristna söfnuði.

  3. Í dag er loks hætt að sanna að Benjamin kom til íslands og svo er getið um íslensku þjóðina í Matt. 21:43. Adam Rutherford hafði rétt fyrir sér.

Skildu eftir skilaboð