BRICS blokkin vex og skilur Bandaríkin eftir

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, Viðskipti3 Comments

Erna Ýr Öldudóttir þýddi umfjöllun „Brazil-Russia-India-China-South Africa BRICS bloc grows with the U.S. left out“ eftir Tom O'Connor. Birtist í Newsweek 7. nóvember 2022.

Efnahagsblokk undir forystu fimm vaxandi hagkerfa er með stækkunaráform. Þeirra á meðal eru tveir helstu keppinautar Bandaríkjanna. Á meðan berst Washington við að kynna alþjóðlega dagskrá sína fyrir öðrum en hefðbundnum bandamönnum og samstarfsaðilum í heiminum.

Hópurinn, þekktur undir skammstöfun fimm kjarnameðlima sinna, Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka (BRICS), stendur undir yfir fjórðungi af vergri landsframleiðslu heimsins, og hýsir um 40% jarðarbúa. BRICS er ekki formlegt bandalag og ríkjunum greinir á sumt í alþjóðapólitísku samhengi. Sameiginlegur áhugi þeirra á að styrkja efnahags- og viðskiptakerfi utan vestræns ramma virðist þó njóta ört vaxandi vinsælda.

Í kjölfar síðasta BRICS-fundarins, sem haldinn var í Peking í júní, sóttu Argentína og Íran um aðild að bandalaginu. Forseti sambandsins, Purnima Anand, sagði við rússneska fjölmiðla í mánuðinum á eftir, að Egyptaland, Sádi-Arabía og Tyrkland væru á meðal þeirra ríkja sem hafi einnig lýst yfir áhuga á að fylgja í kjölfarið.

Alsír átti að sjá ESB fyrir gasi - sækir nú um BRICS aðild

Í gær staðfesti Leila Zerrougui, sérstakur sendimaður frá Alsír, að landið yrði það nýjasta til að sækja formlega um aðild að BRICS, samkvæmt alsírsku fréttagáttinni Al Shorouq.

Abdelmadjid Tebboune, forseti Alsír, hélt því fram á síðasta „BRICS+“ leiðtogafundi sem Kína stóð fyrir, að „áframhaldandi jaðarsetning þróunarlanda, innan hinna ýmsu alþjóðlegu stofnana, væri örugg uppspretta óstöðugleika, ójöfnuðar og vanþróunar“.

Til viðbótar við þörfina á að koma á „nýju efnahagsskipulagi“ í samræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 3201, frá árinu 1974, ræddi hann skuldbindingu Alsírs „við að byggja upp nýja alþjóðlega skipan, sem felur í sér sameiginlegt öryggi, sem byggist á stöðugleika og velmegun hvers og eins okkar“.

Tebboune var einn af 19 leiðtogum heims sem tóku þátt í stækkun að fyrirmynd BRICS. Með honum voru yfirmenn BRICS ríkjanna fimm, auk Argentínu, Kambódíu, Egyptalands, Eþíópíu, Fiji, Indónesíu, Íran, Kasakstan, Malasíu, Nígeríu, Senegal, Taíland og Úsbekistan.

Vanmátu G7 ríkin stöðuna sem komin er upp?

Bandaríkin hafa vísað á bug að BRICS gæti orðið alvarleg áskorun fyrir efnahagslegan styrk G7 ríkjanna: Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japan, Bretlands og Bandaríkjanna. En BRICS er nú komið í sviðsljósið, þar sem landfræði- og efnahagslegar deilur hafa magnast vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og refsiaðgerða Vesturlanda í kjölfarið.

Málið teygir sig nú til Alsír auk olíuútflutningsríkja (OPEC), sem eru þriðji stærsti gasútflytjandinn til Evrópusambandsins. ESB berst nú við að venja sig af rússneskri orku og hefur Norður-Afríkuríkið komið til tals sem staðgengill. Það jafnvel þótt Alsír haldi áfram efla tengslin við Moskvu, og hafni því að samþykkja refsiaðgerðir til að bregðast við átökunum í Úkraínu.

Ósk Sádi-Arabíu um að ganga í BRICS gæti einnig orðið afdrifarík. Nokkrum vikum eftir að OPEC+ ákvað að skera niður olíuframleiðslu í heiminum um tvær milljónir tunna, studdi Vladimir Pútín hugmyndina um að Saudi-Arabía myndi ganga til liðs við BRICS. Rússneski leiðtoginn sagði 27. október sl., á viðburði sem Valdai-umræðuklúbburinn stóð fyrir, að slík ákvörðun krefðist fyrst „samþykkis allra BRICS-ríkjanna“. Hann studdi áform Sádi-Arabíu með því að árétta efnahagsstyrk þeirra. Ekki varð það til að minnka spennu í samskiptum á milli Washington og Riyadh, þar sem Joe Biden forseti barðist fyrir því að halda eldsneytisverði niðri.

Hnefar í stað handabands. Ferðin varð ekki til fjár fyrir Joe Biden.

„Saudi Arabía er ört vaxandi þjóð, og ekki aðeins vegna þess að ríkið er leiðandi í kolvetnisframleiðslu og olíuvinnslu,“ sagði Pútín. „Það er vegna þess að krónprinsinn og ríkisstjórn Sádi-Arabíu eru með mjög stór áform um að auka fjölbreytni í hagkerfinu, sem er mjög mikilvægt.“

Hann sagði einnig að konungsríkið „verðskuldaði“ að vera aðili að öðru bandalagi undir forystu Kína og Rússlands, Shanghai Cooperation Organization (SCO). Íran gekk til liðs við bandalagið, sem fullgildur meðlimur á síðasta árlega leiðtogafundinum sem Úsbekistan stóð fyrir í september.

Kína styður stækkun „BRICS fjölskyldunnar“

Í kjölfar ummæla Pútíns seint í síðasta mánuði sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Wang Wenbin á blaðamannafundi: „Kína styður stækkun BRICS í verki“.

Hann benti á að leiðtogar BRICS-ríkjanna hafi náð samstöðu um að stækka hópinn í kjölfar leiðtogafundarins í Peking í júlí. Einnig að „eftir fundinn hafi mörg lönd lýst yfir vilja til að ganga í BRICS-samstarfið“.

„Kína mun vinna með öðrum BRICS meðlimum við að efla stækkunarferlið í sameiningu,“ sagði Wang, „svo að fleiri samstarfsaðilar muni ganga í BRICS fjölskylduna“.

Wall Street Journal greindi frá á sunnudag, að Xi Jinping, forseti Kína, væri að undirbúa heimsókn til Sádi-Arabíu fyrir árslok. Blaðið vitnaði í menn sem sagðir eru þekkja til undirbúnings ferðarinnar. Ferðin myndi marka eina af fáum utanlandsferðum Xi síðan COVID-19 faraldurinn hófst árið 2020, var sögð byggja á metnaði Peking og Riyadh til að ná margpóla heimsskipan.

Ferðin er áætluð með fyrirvara á annarri viku desember, í sama mánuði og fyrsti kínversk-arabíski leiðtogafundurinn verður haldinn í Sádi-Arabíu. Khalil Al-Thawadi, aðstoðarframkvæmdastjóri Arababandalagsins, tilkynnti um hann í september, en bandalagið lauk fyrsta leiðtogafundi sínum frá því að heimsfaraldurinn hófst í vikunni í Alsír.

3 Comments on “BRICS blokkin vex og skilur Bandaríkin eftir”

  1. Ef þetta verður að veruleika þá verður stutt í gjaldþrot USA og ESB ríkja sem nota Evru

  2. Fyrirsögnin ekki alveg rétt: það var að FÆKKA um einn í BRICS, þ.e.a.s. ef kosningaúrslitin í Brasilíu standa.
    Lula hefur nefnilega alltaf verið attaníossi Bandaríkjanna, og mun ekki standa fyrir neinu bricsi þar í landi, heldur þvert á móti snúa sér aftur til gamla góða Sáms frænda með kærar þakkir fyrir síðast.

    Reyndar eru „kosningarnar“ þar í landi alveg með ólíkindum, hrein eftirlíking af síðustu forsetakosningunum í USA: sams konar „kosningavélar“ voru notaðar á báðum stöðum, stóðu á sér ef fólk reyndi að velja Bolsonaro, og svo tók sama einkafyrirtækið að sér að „vinna úr“ niðurstöðunum, en það var gert með því að senda gögnin úr kosningunum til undirverktaka þeirra í …Kína.
    Tær snilld !

  3. Var að hlusta á The Duran og þeir eru á því að alvarlegast fyrir The Deepstate er að Saudar gangi í BRICS og gæti hugsanlega stöðvað stríðið í Úkraína svo að þeir geti einbeitt sér að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum að Sauðar fara í samtökin. Það gæti útskýrt það sem virðist vera að koma frá USA um að Zelensky þurfi að vera tilbúin að semja um frið við Rússa.

Skildu eftir skilaboð