Leiðtogar Brasilíu og herinn sagðir ætla að birta gögn um kosningasvik

frettinErlent, KosningarLeave a Comment

Gríðarlega fjölmenn mótmæli hafa átt sér stað í Brasilíu í kjölfar forsetakosninganna þar í landi í lok síðasta mánaðar.

Núna er í gangi orðrómur um að brasilískir leiðtogar hyggist gefa út upplýsingar um kosningasvik í nýlegum kosningum. Skýrslan mun sýna að kosningunum var stolið frá Bolsonaro.

Leiðtogar Brasilíu vinna með hernum að því að fara í gegnum framkvæmd kosninganna sem fram fóru fyrir aðeins nokkrum dögum vegna gruns um stórfelld kosningasvik.

Anna Khait tístaði m.a. um þetta:

Upplýsingar frá leiðtogum Brasilíu:

Úttekt hersins á kosningunum verður nú gefin út á miðvikudaginn.

Tugir kassa innihéldu engin atkvæði til Bolsonaro.

Lögð verða fram sönnunargögn um svik.

Þjóðin er á barmi félagslegs hruns nema herinn standi í fæturna.!

Einn dómaranna í Hæstarétti Brasilíu, Alexandre Moraes, hagar sér eins og algjört skrímsli. Hann hótar að fangelsa fólk fyrir að mótmæla kosningasvikum.

Blaðamaðurinn Glenn Greenwald tísti í gær um framgöngu þessa dómara:

„New York Times hefur í tvígang nýlega skoðað hið ótrúlega vald sem Hæstiréttur hefur tekið sér til að hefta málflutning í nafni þess að koma í veg fyrir rangar upplýsingar og andlýðræðislegt tal, sem bendir til þess að Alexandre de Moraes sé nú valdamesti dómari heims:“

Þá tísti hann einnig í gær um að sá frambjóðandi til þings í Brasilíu sem fékk flest atkvæði á landsvísu væri Nikolas Ferreira stuðningsmaður Bolsonaro, 26 (1,5 milljón atkvæði). Þriðji hæsti er Carla Zambelli, bandamaður Bolsonaro.

„Báðir eru nú bannaðir á samfélagsmiðlum vegna úrskurðar dómara um að þeir séu að dreifa röngum upplýsingum.“

Þá tísti Greenwald einnig:

„Þessi sami dómari hefur ítrekað hótað stuðningsmönnum Bolsonaro - blaðamönnum, aðgerðarsinnum, jafnvel kjörnum þingmanni, ekki bara ritskoðun heldur jafnvel fangelsi. Jafnvel New York Times spurði: eru nýfrjálshyggjustofnanir að verða sjálfskipaðir valdhafar þess að „vernda lýðræðið“?"

Matthew Tyrmand tísti líka vegna þessa spillta brasilíska dómara:

„Þessi gaur vill gera lýðræðisleg mótmæli refsiverð þrátt fyrir þau séu vernduð af stjórnarskránni. Skömm @alexandre! Þú ert dómaraharðstjóri! Þegar raunverulegt réttlæti kemur verður þú ákærður fyrir landráð gegn íbúum Brasilíu!“

Til viðbótar þessu öllu þá buðu nokkrir ómerkilegir menn í New York spillta Lula-genginu til New York til að fagna lýðræðinu. Matthew Tyrmand birti kynningu á ráðstefnu í Harvard Club og tísti með:

„Ímyndið ykkur - allir Lula/Dilma/Temer STF skipaðir með Lula ráðgjafa fara til NYC 14/15 nóvember til að kynna Frelsi og lýðræði (þeir sem fjöldaritskoða gagnrýnendur og gera andóf/mótmæli refsivert). Skipulagt fyrir mörgum mánuðumn. Hvernig gátu þeir vitað að ráðgjafar Lula myndu koma? Þetta lyktar eins og commie 🤡💩“

Heimild.

Skildu eftir skilaboð