Norskur translæknir til rannsóknar hjá landlæknisembætti Noregs

frettinErlent, TrúmálLeave a Comment

Einn helsti sérfræðingur í svokölluðum translækningum, Dr. Esben Esther Pirelli Benestad, 73 ára er til rannsóknar hjá norska landlæknisembættinu. Þetta er í þriðja sinn sem hann er til rannsóknar og því eru teikn á lofti um að hann gæti misst læknaleyfið. Dr. Benestad sem skilgreinir sig sem transkonu var tilkynnt, af landlæknisembættinu nýverið, að hann væri til rannsóknar. Það er vegna kvartanna sem hafa borist frá öðrum læknum. Dr. Benestad er gefið að sök að sveigja framhjá samþykktum starfsreglum lækna. 

Norska TV2 fjallaði nýverið um Benestad. Í umfjölluninni kom fram að hann hafði ekki gefið út tilvísanir til transdeildar Ríkissjúkrahússins í Osló. Þess i stað hefur hann sjálfur mælt með og gefið kynþroskabælandi lyf til ungmenna, skrifað upp á kynhormón og stuðlað að skurðaðgerðum frá einkarekinni heilsugæslustöð sinni án viðeigandi eftirlits – og í bága við læknisfræðilegar viðmiðunarreglur.

Læknirinn var einnig rannsakaður árið 2004 af norska landlæknisembættinu fyrir að útvega drengjum yngri en 14 ára kynþroskabælandi lyf, í bága við norsk lög.

Benestad neitaði á sínum tíma að hafa gefið unglingum krosshormón, en viðurkenndi þó að hafa bælt kynþroska barna. Í viðtali árið 2009 minntist Benestad á að hafa verið tilkynntur til heilbrigðisyfirvalda, eftir að hafa ávísað kynþroskabælandi lyfjum til níu ára drengs í tilraunaskyni. 

Dr. Esben Esther Pirelli Benestad

Aðeins árinu áður, hafði hann verið tilkynntur til yfirvalda fyrir misferli í tenglum við þrjá kvenkyns sjúklinga sem hann hafði sent í brjóstnámsaðgerðir. Benestad hafði þar skáldað upp greiningar til að sveigja fram hjá starfsreglum og leiðbeiningum sem tryggja eiga öryggi sjúklinga. Á meðan á rannsókninni stóð hrósaði Benestad sér af því að komast undan settum starfsreglum.  Hann hló að því að ekki væri hægt að fangelsa hann, því yfirvöld hefðu ekki hugmynd um í hvaða fangelsi ætti að senda hann í. Hann sagðist þó gera sér grein fyrir alvarleika málsins og að hann væri á síðustu viðvörun. 

Akademískur ferill Benestad spannar tvo áratugi, þar sem aðaláhersla hans eru blæti (e. Paraphilias). Benestad hefur talað fyrir því að normalísera ýmis blæti og hann á m.a. heiðurinn af hugtakinu „kynjasæld“ eða gender euphoria sem er sem sagt „mótefnið við kynama“ (e. Gender dysphoria). 

Benestad er einnig meðlimur í World Professional Association for Transgender Health (WPATH) og hefur margoft flutt erindi á viðburðum þeim tengdum. Árið 2009 talaði hann t.d. fyrir hugtakinu geldingar (e. Eunuchs) sem hefur verið fjallað um áður hér á Fréttinni

Nú í maí kom í ljós að ungur sjúklingur undir lögaldri, sem Benestad gaf krosshormón, hafði framið sjálfsmorð. Benestad hefur ekki viljað tjá sig um það mál. 

Skildu eftir skilaboð