Vera Klaus Schwab á G20 leiðtogafundinum vekur furðu

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Þjóðarleiðtogar helstu og stærstu hagkerfa heimsins eru nú samankomnir á G20 ráðstefnunni í Indónesíu og ráða þar sínum ráðum.

Mikla athygli hefur vakið að þangað er mættur leiðtogi auðmannasamtakanna World Economic Forum (WEF) Klaus Schwab, höfundur bókarinnar COVID-19: The Great Reset, þrátt fyrir að hann gegni ekki stöðu þjóðarleiðtoga eða hafa verið kjörinn til trúnaðarstarfa fyrir hönd einhvers ríkis.

Þeir sem hafa kynnt sér auðmennasamtökin WEF ættu ekki að vera undrandi á veru Klaus Schwab þarna þar sem hann hefur lýst því yfir að hann hafi lýðræðislega kjörna fulltrúa ýmissa ríkja undir sinni stjórn.

Þá hafa sem dæmi Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og Mark Rutte forsætisráðherra Hollands verið kallaðir gulldrengirnir hans Klaus Schwab.

Auðkýfingarnir í WEF ætla sér að koma á samfélagi forræðishyggjunnar með því sem þeir nefna endurræsinguna miklu (The Great Reset).

Þessum auðmönnum í WEF (og ýmsum þjóðarleiðtogum) er full alvara með þessu og enn eitt merki þess má sjá á klæðaburði Klaus Schwab og þjóðarleiðtoganna á G20 fundinum. Þarna má sjá þá klæðast samskonar fatnaði þó mislitur sé.

Það er ekki ólíklegt að fyrirmyndin að þessu sé klæðaburður hins kínverska einræðisherra og harðstjóra Maó sem ríkti í Kína eftir hina blóðugu menningarbyltingu frá 1946 til dauðadags 1976. Mjög svo svipar þessum klæðaburði saman.

Maó kínverski einræðisherrann.

Klaus Schwab hélt ræðu á ráðstefnunni þar sem hann talaði enn og aftur fyrir endurskipulagningu samfélagsins. Endurskipulagningu sem almenningur hefur aldrei verið spurður um hvort hann vilji eða vilji ekki.

Schwab sagði m.a. í ræðunni:

„Auðvitað ef við horfum á allar áskoranirnar, við getum talað um þær miklu kreppur, fjárhagslegar, pólitískar, félagslegar, neikvæðni og stofnanakreppur en í raun það sem við þurfum að horfast í augu við er djúpa kerfisbundna endurskipulagning heims okkar. Það mun taka nokkurn tíma. Sem heimur munum við líta öðruvísi út eftir að hafa farið í gegnum breytingaferlið. Þeir pólitísku kraftar sem eru hvatinn þessarar pólitísku umbreytingar er auðvitað  hinn fjölþjóðlegi heimur sem hefur þá tilhneigingu að skipta veröld okkar upp, vegna þessarar ástæðu viðburður eins og þessi G20 sem mjög mikilvæg tenging fyrir hina miklu uppskiptingu.“

Auðvitað snýst vera Klaus Schwab á G20 leiðtogafundinum um að tryggja og auka peninga og völd auðmannanna í heiminum á kostnað almennings. Auðvitað minntist hann ekki á að það  í ræðu sinni, hann veit að þjóðarleiðtogarnir sem hlýddu vita það. Almenningur skiptir ekki máli í alheimsvaldatafli Klaus Schwab og auðmannanna í WEF enda á almenningur að verða eignalaus og hamingjusamur nái WEF fram markmiðum sínum um breytta þjóðfélagsmynd árið 2030 (og þar með áhrifalaus um alla þjóðfélagsskipan).

Skildu eftir skilaboð