Xi Jinping forseti Kína skammaði Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada eins og krakka í gær, miðvikudag, fyrir að leka í blöðin um samtal sem þeir hefðu átt.
Atvikið átti sér stað milli funda á leiðtogafundi G20 ríkjanna í Indónesíu og var kínverski leiðtoginn Xi greinilega ekki sáttur við Trudeau fyrst hann ákvað að skamma hann opinberlega og á meðan allt var tekið upp af fjölmiðlamönnum frá Kanada sem voru á staðnum.
Xi sem talað imeð aðstoð túlks við Trudeau sagði:
„Allt sem við höfum rætt hefur verið lekið í blöðin og það er ekki við hæfi“ .
Trudeau kinkar kolli og Xi segir þá: „Og það var ekki hvernig samtalið fór fram“.
„Ef það var einlægni af þinni hálfu, þá skulum við halda umræðu okkar samkvæmt gagnkvæmri virðingu, annars gæti það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar“ sagði Xi við kanadíska forsætisráðherrann á mandarínsku.
Þýðandi Xi reyndi að þýða þessi orði forsetans en nær aðeins að segja áður en Trudeau grípur fram í fyrir honum: „Ef það var einlægni af þinni hálfu .....“.
Eftir að Trudeau greip fram í fyrir túlki Xi segir hann: "„Í Kanada trúum við á frjálsa og opna og hreinskilna umræður, við munum halda áfram að vinna uppbyggilega saman, en það verða hlutir sem við munum vera ósammála um.
Þesstu svarar XI með því að segja „Það er flott en sköpum skilyrðin fyrst“.
Kínverski leiðtoginn tekur síðan þá í höndina á Trudeau og gekk í burtu með föruneyti sínu.
Myndavélin eltir síðan Trudeau þar sem hann er einn og virðist ráðvilltur og ber sig undarlega, augljóslega brugðið, þar til hann kemur sér í burtu.
Hér má sjá þetta kostulega atvik:
BREAKING: Chairman Xi dresses down Justin Trudeau like a junior employee for leaking their private conversation to the media. Trudeau can barely walk after pic.twitter.com/QlRtbiBSIg
— Jack Posobiec 🇺🇸 (@JackPosobiec) November 16, 2022