Í framhaldi af Business 20 (B20) leiðtogafundinum á Balí þar sem heilbrigðisráðherra Indónseíu, Budi Gunadi Sadikin, kallaði eftir „stafrænum heilbrigðisvottorðum byggðum á stöðlum WHO“, kölluðu leiðtogar G20 eftir alþjóðlegu samstarfi við að nýta árangurinn af „stafrænum COVID-19 bólusetningavottorðum“ fyrir framtíðaráætlanir í heimsfaraldri.
„Við styðjum […] viðleitni til að styrkja forvarnir og viðbrögð við heimsfaraldri í framtíðinni þar sem nýta og byggja skal á velgengni núverandi staðla og stafrænna COVID-19 vottorða“ — Yfirlýsing G20 Bali leiðtoga, 2022
„Við viðurkennum mikilvægi þess að vera með sameiginlega tæknilega staðla og staðfestingavottorð, innan ramma IHR (International Health Regulations) (2005), til að auðvelda hnökralausar millilandaferðir, samvirkni og viðurkenningu á stafrænum jafnt sem óstafrænum lausnum, þar með talið sannanir fyrir bólusetningum,“ segir í 23. lið í yfirlýsingu G20 leiðtoga Balí.
Fréttin sagði frá því í september að í grein á vef Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) hafi komið fram að Covid-19 faraldurinn hafi verið prófsteinn á samfélagslega ábyrgð; vilja fólksins til að notast við hvers kyns lýðheilsurakningarforrit o.fl. Þá vakti það nokkra undrun manna að framkvæmdastjóri auðmannasamtakanna World Economic Forum, Klaus Schwab, hafi verið viðstaddur leiðtogafundinn. Schwab er einnig höfundur bókarinnar COVID 19: The Great Reset sem gengur út á heimssýn hans og fleiri á endurskipulagningu samfélagsins.
Heilbrigðisráðherra Indónesíu útskýrði á G20 fundinum að hann vilji taka upp stafræn skilríki til að hafa stjórn á ferðum fólks: „Við skulum taka upp stafræn heilbrigðisvottorð sem eru viðurkennd af WHO. Þeir sem hafa verið bólusettir eða farið í sýnatöku, geta ferðast frjálsir á milli staða.“
Hér má heyra í ráðherranum:
20 milljarða dollara framlag til Indónesíu
Bandaríkjaforseti tilkynnti einnig á þriðjudag á G20 fundinum áætlun sem felur í sér að Bandaríkin, ásamt alþjóðlegum samstarfsaðilum, muni veita Indónesíu 20 milljarða dollara framlag til að hverfa frá raforkuframleiðslu með kolum og færa sig yfir í „grænt hagkerfi.“
One Comment on “G20 leiðtogar samþykktu yfirlýsingu um stafræn heilsu-og bólusetningavegabréf”
Veröldin okkar er á hverfanda hveli og það er ekkert sem bjargar okkur úr þessu.
Lesið bókina Immoderate Greatness: Why Civilizations Fail, eftir William Ophuls
Eftir þessa 60 blaðsíðna lesningu þá skilur maður betur að fall siðmenningar okkar er líklega þegar hafið og hugsanlega alsherjar hrun á næsta leiti.
Glóbalistastjórn getur drepið að vild og nú verða engin landamæri eftir til að leita skjóls undan þessum brjálæðingum.