Í nóvember árið 2020 var fjallað um Ísland í tímaritinu Nature, Hvernig Ísland barði niður Covid-19 með vísindum.
Í greininni var meðal annars rætt við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar Erfðagreiningar (ÍE). Kári hafði haft samband við yfirmenn Amgen, bandaríska lyfjafyrirtækið sem er eigandi ÍE, og spurt hvort hann gæti boðið upp á úrræði ÍE við að fylgjast með útbreiðslu veirunnar. Kórónuveiran hafði lent á Íslandsströndum aðeins sex dögum áður. „Svarið sem Kári fékk frá Amgen var: „Í guðs bænum, gerðu það.“
„Á næstu níu mánuðum unnu ÍE og Landlæknisembættið saman, hönd í hönd, deildu hugmyndum, gögnum, rannsóknarstofurými og starfsfólki. Litla Ísland setti gríðarlegan vísindalegan kraft í að hamla útbreiðslu og rannsaka veiruna,“ segir í Nature.
„Afrek Íslendinga eru ekki bara fræðileg. Vísindi Íslands hafa átt heiðurinn af því að koma í veg fyrir dauðsföll - landið hefur skráð færri en 7 dauðsföll af hverjum 100.000 manns, samanborið við um 80 af hverjum 100.000 í Bandaríkjunum og Bretlandi. Það hefur einnig tekist að koma í veg fyrir hópsmit þrátt fyrir að hafa haldið landamærunum opnum og Ísland tekið á móti ferðamönnum frá 45 löndum frá því um miðjan júní.“
Nú eru þessu meintu vísindi rifjuð upp hjá Ben-US Mortality á Twitter:
Munið hvernig Ísland „barði niður COVID með vísindum“?
Þessi vísindi leiða greinilega til +23,5% umframdánartíðni það sem af er ári.
Þetta er það sem gerist ef þú sleppir vísindalegum aðferðum og lætur bara eins og markaðssetning séu „vísindi“.
One Comment on “Ísland fær á baukinn varðandi „vísindin á bak við fá Covid dauðsföll“”
Can you be more specific about the content of your article? After reading it, I still have some doubts. Hope you can help me. https://www.binance.com/sl/register?ref=WTOZ531Y