Samtökin 78 sendu frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna fréttar um kynferðisofbeldi formanns félagaráðs samtakanna:
Orðsending frá stjórn Samtakanna 78 vegna fyrrverandi formanns félagaráðs.
Stjórn Samtakanna 78 bárust í vikunni ábendingar vegna ásakana um kynferðisofbeldi í garð barna af hálfu fyrrverandi formanns félagaráðs. Aðgerðaráætlun Samtakanna 78 vegna ofbeldis var virkjuð um leið og málið barst og er því í faglegu ferli innan Samtakanna 78 og hefur einnig verið tilkynnt til viðeigandi yfirvalda.
Viðkomandi sjálfboðaliða hefur vikið frá störfum.
Þá er rétt að árétta að viðkomandi hefur aldrei starfað með börnum eða ungmennum innan Samtakanna 78 auk þess sem sjálfboðaliðar Samtakanna 78 starfa aldrei einir á vettvangi sem er liður í því að tryggja öryggi bæði gesta og sjálfboðaliðanna sjálfra.
Samtökin 78 munu ávallt standa með þolendum kynferðisofbeldis og svona mál eru litin alvarlegum augum.
Innan Samtakanna 78 er boðið upp á fjölbreytilega og faglega ráðgjöf til hinsegin fólks eða vegna mála sem snertir þau og slík ráðgjöf stendur þolendum þessa máls til boða að kostnaðarlausu, líkt og öðrum.
Við ítrekum að viðkomandi sjálfboðaliði starfar ekki lengur á vettvangi Samtakanna 78 og hefur aldrei starfað með börnum eða ungmennum á okkar vegum.
Stjórn Samtakanna 78
Með kærri kveðju
Álfur Birkir Bjarnason
formaður / president
One Comment on “Fréttatilkynning frá stjórn Samtakanna 78 vegna máls fyrrverandi formanns félagaráðs”
Your point of view caught my eye and was very interesting. Thanks. I have a question for you. https://www.binance.com/en-ZA/register?ref=JHQQKNKN