Ólíklegt er ráðgjafanefnd um bólusetningar (ATAGI) í Ástralíu samþykki að fjórði Covid bóluefnasskammturinn verði gefinn yngri en 30 ára vegna aukinnar hættu á hjartavöðvabólgu og minnkandi ávinnings af fleiri skömmtum.
Eins og er, eru Ástralar sem taldir eru í mestri hættu á alvarlegum veikindum, auk þeirra sem eru 30 ára og eldri gjaldengir í fjórða skammtinn, þremur mánuðum eftir að hafa fengið þriðja skammtinn.
Þar sem ný Omicron-bylgja virðist handan við hornið hefur sumt ungt fólk í landinu óskað eftir annarri sprautu. En prófessor Allen Cheng, fyrrverandi varaformaður og núverandi meðlimur í ráðgjafanefnd um bólusetningar í Ástralíu (ATAGI), sagði við The Sydney Morning Herald í síðustu viku að líklegt væri að núverandi bólusetningaráætlun yrði áfram eins og hún er, í ljósi aukinnar hættu á hjartabólgum hjá ungu fólki.
„30 ára gamall einstaklingur sem fær Covid mun líklega ekki lenda í neinum sérstökum vandræðum ólíkt einhverjum 60 eða 70 ára,“ sagði prófessor Cheng. „Ef það er langt síðan eldri manneskja fékk síðasta skammtinn þá förum við að hafa áhyggjur.