Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, lést skyndilega í dag, 64 ára að aldri. Engin dánarorsök hefur verið gefin upp.
„Skyndilegt andlát hans kom daginn eftir að hann hitti sendimann páfans, Ante Jozić. Vangaveltur voru um að þeir væru að ræða leynilega friðaráætlun vegna stríðsins í Úkraínu,“ segir í frétt Daily Mail.
Litið var á Vladimir Makei sem eina aðalsamskiptaleiðina við Vesturlönd í stjórn einræðisherrans Alexanders Lúkasjenkó, sem er hliðholl Moskvu.
Á morgun og mánudag átti Makei að taka á móti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Vladimirs Pútíns, í Minsk.
Talsmaður rússneska utanríkisráðherrans sagðist vera í áfalli yfir andláti hans.
2 Comments on “Utanríkisráðherra Hvíta – Rússlands látinn”
Þórdís, af hverju kallar þú Lúkasjenkó einræðisherra?
Lúkasjenkó er forseti Hvítarússlands svo það sé á hreinu, hann er ekki öðruvísi skipaður enn aðrir þjóðarleiðtogar.
Ef þú villt fara út í skilgreininguna á orðinu einræðisherra er Lúkasjenkó miklu minni einræðisherra enn Joe Biden alheimseinræðisherra Bandaríkjanna og NATO ESB skósveinar hans.
Svo það sé á hreinu, er eingin samskiptaleið milli vestrænu einræðishundana og ríkisstjórnar Rússlands ef þú ert að reyna að halda því fram. Þessir glæpahundar munu halda áfram að ausa vopnum í nasistana í Úkraínu þótt þeir fórni öllum íbúm Úkraínu í leiðini, þeim er nákvæmlega sama um fólkið í Úkraínu, þetta snýst ekki um Úkraínu og hefur aldrei gert og mun aldrei gera þetta snýst um að koma höggi á Rússland, eins og bæði Scott Ritter og Douglas Macgregor hafa sagt og teygir undibúningurinn af þessu stríði sig nokkra áratugi aftur í tímann
Ég held að fólk sé orðið samdauna vestrænu pólitísku áróðurs bulli og þeirra skipulagða heilaþvotti
Að öðru!
Ég er nokkrum sinnum búinn að send á ykkur ábendingu um tvo blaðamenn (blaðramenn) sem eru ljúgandi alla daga á DV og Vísi um sríðið í Úkraínu án nokkura viðbragða frá ykkur, þið eru að gagnrýna fréttafluttning á RUV enn ekki þessa kauna sem eru enn þá verri, þetta eru kannski vinir ykkar og fyrrverandi samstarfsmenn?
Sergei Lavrov er utanríkisráðherra Rússlands í ríkisstjórn Vladimirs Pútins svo það sé rétt skrifað 😉