Hinn 68 ára gamli þekkti veðurmaður Al Roker í þættinum Today Show á NBC í Bandaríkjunum greindi frá því á Twitter síðu sinni upp úr miðjum nóvember að ástæða þess að hann hefði verið fjarri góðu gamni í þættinum vikuna áður væri sú að hann hafi fengið blóðtappa. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna blóðtappa í fótlegg og þaðan hafi blóðtappar borist í lungun.
Roker sem hefur bæði verið „fullbólusettur” og fengið Covid öruvnarskammta sagði á Instagram í lok september að hann hafi greinst með Covid viku eftir að hafa fengið nýjasta örvunarskammtinn, en einkennin væru væg.
Vegna veikinda sinna er Roker enn fjarri góðu gamni og missti í fyrsta skiptið í 27 ár af því að taka þátt í hátíðarumfjöllun NBC á þakkargjörðardaginn á föstudag.
Roker var talsmaður C-19 sprautuefnanna og var með þeim fyrstu sem fengu slíka sprautu. Var gjörningurinn sýndur í auglýsingaskyni beint í sjónvarpsþætti hans Today Show í janúar 2021. Þekktar afleiðingar C-19 sprautuefnanna eru margar og ein þeirra eru blóðtappar sem Roker glímir nú við.