Ursula von der Leyen sagði yfir 100 þúsund úkraínska hermenn fallna en svo var það fjarlægt

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, Úkraínustríðið1 Comment

Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins (ESB), Ursula von der Leyen, sagði í ávarpi í dag, yfir 20 þúsund almenna borgara og meira en 100 þúsund úkraínska hermenn fallna, í átökunum í Úkraínu. Frá því greinir Ukrainska Pravda í dag.

Í ávarpinu fór hún meðal annars yfir hvernig ESB geti hafið eignaupptöku á 300 milljörðum evra af rússneskum ríkiseignum og 19 milljörðum evra af eigum rússneskra borgara.

Myndbandi af ávarpinu var deilt á twitter reikningi hennar, en upphaflega tístinu var eytt og nýrri og klipptri útgáfu af myndbandinu var deilt í staðinn. En internetið gleymir engu og upphaflega útgáfan er í dreifingu víða á netinu.

Meðal annars hjá austur-evrópskru fréttaveitunni NEXTA:

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

One Comment on “Ursula von der Leyen sagði yfir 100 þúsund úkraínska hermenn fallna en svo var það fjarlægt”

Skildu eftir skilaboð