Framkvæmdastjóri Evrópusambandsins (ESB), Ursula von der Leyen, sagði í ávarpi í dag, yfir 20 þúsund almenna borgara og meira en 100 þúsund úkraínska hermenn fallna, í átökunum í Úkraínu. Frá því greinir Ukrainska Pravda í dag.
Í ávarpinu fór hún meðal annars yfir hvernig ESB geti hafið eignaupptöku á 300 milljörðum evra af rússneskum ríkiseignum og 19 milljörðum evra af eigum rússneskra borgara.
Myndbandi af ávarpinu var deilt á twitter reikningi hennar, en upphaflega tístinu var eytt og nýrri og klipptri útgáfu af myndbandinu var deilt í staðinn. En internetið gleymir engu og upphaflega útgáfan er í dreifingu víða á netinu.
Meðal annars hjá austur-evrópskru fréttaveitunni NEXTA:
The European Commission has raised the assessment of #Ukraine's damage from the conflict from €385bn to €600bn, EC head @vonderleyen has said.
She also said that, according to the EC, Ukraine's losses since the start of the war amounted to more than 100,000 soldiers. pic.twitter.com/UoI2Vj5KwE
— NEXTA (@nexta_tv) November 30, 2022
One Comment on “Ursula von der Leyen sagði yfir 100 þúsund úkraínska hermenn fallna en svo var það fjarlægt”
Thank you very much for sharing, I learned a lot from your article. Very cool. Thanks. nimabi