Fæðingartíðni í Finnlandi árið 2022 var sú lægsta í meira en 150 ár. Þá náðu dauðsföll mesta fjölda síðan á fjórða áratugnum. Þetta kom fram hjá Hagstofu Finnlands á fimmtudag.
Í Finnlandi fæddust 44.933 börn á síðasta ári, sem er 4.661 færri börn en fæðast að meðaltali. Þá létust alls 62.886 Finnar árið 2022, sem er aukning um 5.227 dauðsföll miðað við árið 2021, en þá létust 57.659.
„Fjöldi fæðinga var 17.953 færri en fjöldi dauðsfalla,“ segir Hagstofa Finnlands í yfirlýsingu.
Engu að síður fjölgaði íbúum Finnlands um 17.278 á árinu 2022 og náði meira en 5,56 milljónum í lok desember 2022.
Hagstofa Finnlands segir ástæða fólksfjölgunarinnar væri aukinn aðflutningur fólks erlendis frá, þar sem fjöldi innflytjenda hafi verið 34.780 fleiri en brottfluttra.
Finnland á það sameiginlegt með Írlandi, Íslandi, Þýskalandi, Englandi og Wales að hafa stundað fjöldabólusetningar á þegnum sínum við Covid með tilraunabóluefnum og þurft að þola gríðarlegan fjölda dauðsfalla síðustu misserin, eins og Fréttin hefur fjallað um.