Kosið um afnám bólusetningaskyldu erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna

frettinBólusetningar, Flugsamgöngur, StjórnmálLeave a Comment

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings mun í næstu viku greiða atkvæði um frumvarp sem, ef samþykkt og gert að lögum, mun ógilda núverandi kröfu á hendur erlendum flugfarþegum um sönnun á COVID-19 „bólusetningum“.

Leiðtogi meirihluta fulltrúadeildar, Steve Scalise (R-La.) og þingmaðurinn Thomas Massie (R-Ky.) staðfestu hvor í sínu lagi á föstudag um væntanlega atkvæðagreiðslu málsins.

„Við greiðum atkvæði í næstu viku um að binda endi á bólusetningaskyldu erlendra flugfarþega,“ tilkynnti Massie, sem kynnti málið 9. janúar, á Twitter. „Hvorki þingmenn neðri né efri deildar Bandaríkjaþings eða starfsmenn þeirra hafa nokkurn tímann verið skyldaðir í Covid sprautur, hvernig getum við þá kosið með góðri samvisku um að skylda aðra til þessa? Við verðum að binda enda á þessa stefnu núna," sagði hann.

„Þessi óvísindalega skylda Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) veldur aðskilnaði margra fjölskyldna og hefur gert allt of lengi. Það þarf að taka enda,“ skrifaði Massie í annarri færslu.

Repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni og kusu þeir allir með afnámi skyldubólusetninga heilbrigðisstarfsfólks nýlega. Aðeins sjö demókratar kusu með frumvarpinu.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð