Óaðlaðandi fólk er líklegra til að vera enn með að andlitsgrímur út af Covid samkvæmt nýrri rannsókn.
Rannsóknarhöfundar útbjuggu þrjá spurningalista þar sem spurt var annars vegar hvort viðkomandi teldi sig vera aðlaðandi manneskju og hins vegar um grímunotkun við ýmsar aðstæður.
Höfundarnir komust að þeirri niðurstöðu að ungir og miðaldra Bandaríkjamenn sem álíta sig vera aðlaðandi „telji það að vera með grímu komi í veg fyrir að hægt sé að bjóða af sér góðan þokka“. Fólk sem, aftur á móti, telur sig ekki vera aðlaðandi, sagði samkvæmt rannsókninni, að grímur geti bætt útlitið.
Hefur engin áhrif á smit-eða dánartíðni
Nýlega kom út stór rannsókn sem sýndi að andlitsgrímur gerðu lítið sem ekkert gagn hvað varðar Covid sýkingar eða dánartíðni af völdum Covid. Andlitsgríman var upphaflega notuð til verjast veirusmiti en er nú orðin nokkurs konar tákn um menningarstríð innan Bandaríkjanna.
Það hafa aldrei verið til staðar sterkar vísbendingar um að grímur komi í veg fyrir sýkingar, en það hefur þó ekki stöðvað embættismenn í að koma á grímuskyldu íí landinu.
Skólar í demókrata-ríkjum settu nýlega á grímuskyldu í skólum og Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) mælir enn með því að Bandaríkjamenn beri grímur í flugi, lestum, strætisvögnum o.s.frv.
Jafnvel þó að Joe Biden forseti hafi lýst því yfir á síðast ári að Covid heimsfaraldrinum væri „lokið“ eru allt að fjórir af hverjum tíu Bandaríkjamönnum enn með grímur af og til.
2 Comments on “Ný rannsókn: Óaðlaðandi fólk líklegra til að vera enn með grímur”
Þetta finnst mér svo mikil þvæla að það hálfa væri nóg..
Ég held að þetta hafi ekkert með aðlaðandi eða óaðlaðandi að gera. Ég held að þetta gefi fremur til kynna lélegt sjálfstraust. Það er auðveldara að sefja fólk þegar sjálfstraustið er veikt, þá fylgir það einhverjum „sérfræðingum“ í blindni og hunsar heilbrigða skynsemi.