Twitter lokaði reikningi öldungadeildarþingmannsins Steve Daines (R-MT) fyrir að fara gegn stefnu fyrirtækisins með því að birta „grafískt ofbeldi eða klám“ á prófílmyndum.
Um var að ræða mynd af Daines þar sem hann stillir sér upp með eiginkonu sinni og antilópu sem þau höfðu drepið í veiðiferð í Montana. Þingmaðurinn upplýsti stuttu síðar að sjálfur Elon Musk, eigandi Twitter, hafi haft samband við sig og látið opna reikning Daines á ný.
https://twitter.com/RachelDumke9/status/1622940946076672006