Síðustu dómsskjölin sem innihalda ásakanir um klámfengið athæfi og varðar 167 vinnufélaga, fórnarlömb og starfsmenn Jeffreys Epstein, verða loks gerð opinber, nánast fjórum árum eftir dauða Epstein.
Skjölin verða afhent á næstu mánuðum og miðillinn DailyMail.com segist geta upplýst, að gert sé ráð fyrir að gögnin innihaldi upplýsingar sem varða að minnsta kosti eina opinbera persónu.
Skjölin fjalla um „meinta gerendur“ eða einstaklinga sem sakaðir eru um „alvarlegar misgjörðir,“ auk lögreglumanna og saksóknara, samkvæmt yfirlýsingu sem lögð var fram á miðvikudag.
Andrew Bretaprins, sem er sakaður um að hafa haft kynmök við fórnarlamb Epstein, Virginia Roberts, þegar hún var 17 ára, er talinn vera í skjölunum, auk lagaprófessors við Harvard, Alan Dershowitz.
Aðrir þekktir einstaklingar sem hafa verið í tengslum við barnaníðingnum eru milljarðamæringurinn Bill Gates, og Donald Trump og Bill Clinton fyrrum Bandaríkjaforsetar, þó óljóst sé hvort þeir séu nefndir í skjölunum.
Skjalabunkinn er sá síðasti sem verður gerður opinber og er hluti af margra ára ferli sem hefur verið í vinnslu hjá alríkisdómstólnum í New York fyrir þann tíma sem Epstein er talinn hafa framið sjálfsmorð, árið 2019, á meðan hann beið réttarhalda vegna ákæru um mansal.
Skjölin voru fyrst lögð fram í meiðyrðamáli sem Virginia Roberts höfðaði árið 2015 gegn Ghislaine Maxwell, sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm fyrir að hafa aðstoðað Epstein við mansal og finna fyrir hann einstaklinga undir lögaldri.
Nánar má lesa um málið í DailyMail.