Gríðarlegt mengunarslys varð í Ohio þegar lest fór af sporinu

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, UmhverfismálLeave a Comment

Talið er að eitt mesta mengunarslys sögunnar í Bandaríkjunum hafi orðið föstudagskvöldið 3. febrúar sl. þegar 50 lestarvagnar sem fluttu m.a. hættuleg eiturefni fóru af sporinu við smábæinn Austur-Palestínu í Ohio-ríki og brunnu. Frá þessu sagði Breska ríkisútvarpið og fleiri erlendir fjölmiðlar, en svo virðist sem yfirvöld í Bandaríkjunum verjist í einhverjum mæli frétta af atvikinu.

Tuttugu vagnanna innihéldu eiturefni á borð við vetnisklóríð, þar af fluttu fimm þeirra eiturgasið vínyl klóríð sem er m.a. notað til að framleiða plastvörur á borð við skólplagnapípur. Efnið veldur alvarlegum einkennum við innöndun og snertingu, og er ennfremur mjög krabbameinsvaldandi. Ekki er talið að manntjón hafi orðið, en þó er rétt að benda á að Ohio er eitt mesta landbúnaðarríki Bandaríkjanna. 

Bandarískt hneyksli í anda Chernobyl-slyssins?

Vísbendingar eru um að yfirvöld hafi ákveðið að sprengja suma vagnanna í „stjórnaðri aðgerð“, sem hafi farið úrskeiðis og magnað mengunarslysið enn frekar.

Íbúum á svæðinu var gert að yfirgefa heimili sín, en virðast nú hafa fengið leyfi til að snúa heim aftur. Yfirvöld á svæðinu virðast vilja fara varlega í yfirlýsingum sínum og hafa gefið það út að grunnvatn og drykkjarvatn sé öruggt. Þó virðast gæludýr, fiskar og annað dýralíf á svæðinu vera byrjað að drepast í stórum stíl.

Yfirvöld hafa varist frétta og nokkur dæmi er um að fréttamenn hafi verið handteknir fyrir að reyna að upplýsa um atvik mála á svæðinu.

Ágætis samantekt yfir fleiri smáatriði málsins er að finna á þessum Twitter-þræði.

Skildu eftir skilaboð