Auglýstir hafa verið styrktartónleikar 24. mars næstkomandi fyrir fitness konuna Hrönn Sigurðardóttur. Hrönn, sem stofnaði jafnframt íþróttafatalínuna BeFit Iceland árið 2013, glímir við 4. stigs krabbamein og er nú í óhefðbundinni læknismeðferð í Danmörku. Krabbameinið uppgötvaðist á síðasta ári.
Stofnendur viðburðarins segjast vilja létta undir fjárhagsáhyggjur með henni og fjölskyldu hennar, en saman eiga Hrönn og eiginmaður hennar fjögur börn.
Hrönn birti "story" í dag á Facebook, Befit Iceland, og Instagram síðum sínum þar sem hún er með mörg þúsund fylgjendur. Hún þakkar allan stuðninginn og er djúpt snortin yfir Bingó, happdrætti og tónleikum sem halda á til styrktar henni og fjölskyldunni. Hún segist vonast til að komast á tónleikana en hugsi nú fyrst og fremst um að komast heil aftur heim til Íslands.
Hrönn segir að aldrei áður hafi neitt verið að heilsu hennar og að hún skrifi veikindin á Covid sprauturnar. „Það var aldrei neitt að mér, aldrei neitt að...ég segi það og skrifa það á helvítis Janssen [Covid bóluefnið], ég segi það ... „uss“ ekki meira í bili,“ sagði hún.
Janssen bóluefnið var meðal annars tekið úr umferð í Danmörku vorið 2021. Áður hafði Danmörk líka tekið AstraZeneca úr umferð.
Aukaverkanir tilkynntar til Lyfjastofnunar
Lyfjastofnun hefur borist 6197 tilkynningar um aukaverkanir af Covid bóluefnum, þar af 307 alvarlegar. Talið er að á bilinu 1-10% tilvika af aukaverkunum, veikindum og dauðsföllum af völdum bóluefna almennt séu tilkynntar til yfirvalda. Hér má lesa nánar um það.
Alvarleg aukaverkun er skilgreind sem „aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum og jafnframt aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða eða veldur ólæknandi eða langvarandi sjúkdómseinkennum hjá dýrum.“
Eiga rétt á skaðabótum frá íslenska ríkinu
Alþingi samþykkti lagabreytingar um bótarétt þeirra sem verða fyrir tjóni af völdum Covid bóluefna. Markmiðið með breytingunum var að treysta skaðabótaréttarlega stöðu þeirra sem kunna að verða fyrir líkamstjóni við eða í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19-sjúkdómnum, vegna bóluefna sem hérlend heilbrigðisyfirvöld leggja til. Þeir sem telja sig hafa hlotið skaða af sprautunum eiga því rétt á skaðabótum sem hægt er að sækja um á vef Sjúktratrygginga Íslands.
Hér neðar má sjá auglýsingu fyrir tónleikana með upplýsingum um styrktarreikning.
2 Comments on “Hrönn segist skrifa krabbameinið á Janssen bóluefnið”
og skrifa það á helvítis Janssen [Covid bóluefnið], Rétt hjá henni Jansen er óþverri. Varð fyrir heilsutjóni,járnskorti hjartsláttartruflunum og hækkuðum blóðþrýstingi .
Ég er ólýsanlega sorgmædd fyrir hönd þeirra sem létu blekkjast og eru nuna að díla við hjartaves, blóðtappa og krabbamein og fleira eftir bóluefnið. Ég vona að fólk hlusti betur á þær raddir sem vara við hættuni og hætti að kalla það fólk samsærisfólk !