Barnaleikarinn Austin Majors látinn 27 ára

frettinAndlát, Fræga fólkiðLeave a Comment

Austin Majors, fyrrverandi barnaleikari, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttaröðinni NYPD Blue, er látinn, að sögn réttarlæknis í Los Angeles. Majors var 27 ára gamall.

Systir hans, Kali Majors-Raglin, staðfesti fréttirnar við CNN í tölvupósti.

Majors, sem hét fullu nafni Austin Setmajer-Raglin, lést 11. febrúar. Dánarorsök er enn í rannsókn, samkvæmt gögnum réttarlæknis.

Í tilkynningu sagði fjölskylda Majors hann vera „listræna, fluggáfaða og góða manneskju“.

„Austin var mjög ánægður og stoltur af leikferli sínum,“ segir í tilkynningunni. „Frá því hann var lítill tók hann öllum vel og markmiðið hans í lífinu var að gleðja fólk.“

CNN sagði frá.

Skildu eftir skilaboð