Duangpetch Promthep, einn af 12 drengjum sem bjargað var úr helli í Tælandi árið 2018, lést skyndilega í Bretlandi þar sem hann var á skólastyrk til að stunda fótbolta, aðeins 17 ára gamall.
Promthep fannst meðvitundarlaus á heimavistarherbergi sínu í Leicestershire á sunnudag, að því er BBC greindi frá. Hann var fluttur í skyndi á Kettering General sjúkrahúsið, þar sem hann lést á þriðjudag.
Lögreglan í Leicestershire sagði andlát hans hafi ekki borið að með saknæmum hætti.
Árið 2018 var Promthep fyrirliði Wild Boars unglingalandsliðsins í fótbolta þegar hann og liðsfélagar hans festust langt inni í helli í flóði í meira en tvær vikur í Chiang Rai í Taílandi. Eftir erfitt alþjóðlegt björgunarstarf var öllum 12 ungu knattspyrnumönnunum og þjálfaranum bjargað.
Promthep og fyrrverandi liðsfélagar hans í Tælandi fögnuðu þegar hann tilkynnti á Instagram að hann hefði fengið skólastyrk til að spila fótbolta í Bretlandi í ágúst sl.
Liðsfélagar minntust hans á Instagram og einn þeirra, Titan Chanin Viboonrungruang, skrifaði: „Bróðir, þú sagðir mér að fótboltadraumur okkar myndi rætast ... ef næsti heimur er raunverulegur, vil ég að við spilum fótbolta þar saman aftur.“