Bandaríkjaher grunaður um að hafa skotið niður tólf dollara hobbýblöðru

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Flugsamgöngur, ÖryggismálLeave a Comment

Áhugamannaklúbbur í Illinois-ríki í Bandaríkjunum segir að ein af háloftablöðrum í hans eigu hafi horfið undan strönd Alaska þann 10. febrúar sl. Blaðran er ein möguleg skýring á einum af þremur óþekktum hlutum sem skotnir voru niður í Norður-Amerískri lofthelgi í síðustu viku. Frá því greindi Aviation Week 16. febrúar sl.

Eins og Fréttin hefur fjallað um, varð mikið uppnám í Bandaríkjunum þegar „Kínverska njósnablaðran“ lagði leið sína þvert yfir Bandaríkin í byrjun mánaðarins. Í framhaldinu greindust fáeinir „óþekktir hlutir (e. UFO)“ í Norður-Amerískri lofthelgi sem ollu frekara uppnámi í fjölmiðlum og hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu Pentagon.

Blöðruklúbburinn heitir The Northern Illinois Bottlecap Balloon Brigade. Þeir sögðu að silfurlituð blaðran (e. Pico Balloon), sem er búin litlum útvarpssendi (e. Ham Radio) hafi síðast gefið merki þann 10. febrúar í 38.910 fetum undan vesturströnd Alaska.

Taugaveiklun og óhófleg viðbrögð kosta sitt

Með því að nota HYSPLIT-spálíkan Stofnunar lofts og lagar (e. National Oceanic and Atmospheric Administration, NOAA), áætlar hópurinn að sívalningslaga blaðran þeirra hafi svifið yfir Yukon í Kanada þann 11. febrúar sl. Það er sama dag og Bandaríkin sendu F-22 orrustuþotur til að skjóta niður hlut sem passaði við lýsinguna á blöðrunni þeirra.

Lýsingarnar á öllum þremur óþekktu hlutunum sem skotnir voru niður af bandarískum herþotum 10.-12. febrúar sl. passa við lögun, hæð og hleðslu á píkóblöðrum, sem venjulega er hægt að kaupa fyrir 12-180 dollara stykkið, eftir gerð.

Ritstjóri vefmiðilsins The Grayzone, Max Blumenthal, gerði stólpagrín að þessu á Twitter og sagði:

Það kostar 85 þúsund dollara á klst. að fljúga F-22 orrustuþotu, sem notaði 450 þúsund dollara flugskeyti til að granda 12 dollara tómstundablöðru Northern Illinois Bottlecap Balloon Brigade, til að Biden gæti sannað karlmennsku sína fyrir [bandaríska neðri-deildarþingmanninum] Majorie Taylor Greene.

Skildu eftir skilaboð