Árleg ræða Pútíns: útskýrir hvers vegna Rússar fóru inn í Úkraínu

frettinErlent, Úkraínustríðið2 Comments

„Úkraína var tilbúin að hefja stórfellda árás á Donbass (austurhéruð Úkraínu) fyrir febrúar 2022 og hafði fengið blessun Vesturlanda til að gera það,“ sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti í árlegu ávarpi sínu á þingi landsins í dag. Hann sagði að hernaðaraðgerð Rússa í Úkraínu hafi verið hafin sem fyrirbyggjandi aðgerð.

Pútín hélt því fram að eftir að Bandaríkin og NATO höfnuðu tillögum Rússa um gagnkvæm öryggismál í desember 2021, „varð ljóst að þau hefðu gefið grænt ljós á árásaráætlanir [Kiev-stjórnarinnar]". Rússneski leiðtoginn bætti því við að vestrænir stuðningsmenn Úkraínu voru að undirbúa landið „fyrir stórt stríð“.

„Ógnin jókst dag frá degi. Upplýsingarnar sem við fengum vöktu engan vafa um að í febrúar 2022 væri allt tilbúið fyrir aðra blóðuga refsiaðgerð í Donbass,“ sagði Pútín.

„Ég vil endurtaka: þeir hófu stríðið. Og við höfum beitt og erum að beita valdi til að binda enda á það.“

Orð Pútíns fá stuðning í skýrslum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) sem sýna að skotárásir á Donbass héruðin jukust verulega níu dögum áður en Rússar ákvaðu loks að skerast í leikinn.

Alþýðulýðveldin Donetsk og Lugansk brutust frá Úkraínu skömmu eftir valdaránið í Úkraínu árið 2014. Úkraínsk yfirvöld reyndu fyrst árangurslaust að lægja uppreisnirnar með valdi og settu síðar efnahagshömlur á héruðin.

Rússar sendu hermenn inn í nágrannarík sitt fyrir tæpu ári síðan, með því að vitna í nauðsyn þess að vernda íbúa Donbass sem eru að langmestu leyti Rússar og þess að stjórn Úkraínu hafi ekki framfylgt Minsk-friðarsáttmálanum frá 2014-2015.

Fyrrverandi forseti Úkraínu, Pyotr Poroshenko, viðurkenndi á síðasta ári að stjórn Úkraínu hefði notað Minsk-samningana til að kaupa sér tíma og efla herinn og efnahagslífið. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, og Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakklands, sem höfðu milligöngu um samninginn, staðfestu frásögn Poroshenko.

2 Comments on “Árleg ræða Pútíns: útskýrir hvers vegna Rússar fóru inn í Úkraínu”

  1. Sorglegt að þessi ríkistjórn sé þáttakandi í þessu, við erum að henda milljörðum í fjöldamorðingja.

  2. Íslensk stjórnvöld taka þátt í þessu rugli af því að þau þora ekki annað. Ef þau myndu neita, þá myndi kúgun af einhverju tagi koma frá þessum alþjóðaöflum (mestmegnis Bandaríkin).

    Munið hvað George H Bush sagði 2003 varðandi árásinni á Írak, “Your either with us, or your with the terrorists”. (Annaðhvort styður þú stríðsvél USA – ef ekki ert þú hryðjuverkamaður).

    Og svo má ekki útiloka hve tilbúnir stjórnmálamenn eins og Katrín og ÞKRG eru tilbúin að fórna sómakennd fyrir eigin frama. Eða kannski eru þær bara svona heimskar.

Skildu eftir skilaboð