Trump í Ohio: Útdeildi vatni og vistum til fórnarlamba mengunarslyssins

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Stjórnmál, Umhverfismál2 Comments

„Þið eruð ekki gleymd“, sagði Donald Trump, fv. forseti Bandaríkjanna, við hóp embættismanna, þegar hann heimsótti Austur-Palestínu í Ohio í gær. Frá þessu greindi m.a. CNN.

Þar fór lest með mjög hættulegum eiturefnum útaf sporinu fyrir tuttugu dögum síðan, sem endaði með einu mesta mengunarslysi sögunnar í Bandaríkjunum, eins og Fréttin hefur áður fjallað um.

Mengunarslysið í Austur-Palestínu, Ohio, séð úr háloftunum.

Með því er talið að Trump hafi m.a. viljað undirstrika áhugaleysi Joe Biden, Bandaríkjaforseta, á raunum sinna eigin borgara, á meðan hann spókar sig í Póllandi og Kænugarði. Þangað hefur Biden stjórnin veitt opinberu fé í stjarnfræðilegu magni, og enn sér ekki fyrir endann á því.

Á meðan hefur forsetinn hefur enn ekki látið sjá sig á slysstaðnum og ríkisstjórn hans hikaði við að veita þangað hamfaraaðstoð, alveg þar til að Trump tilkynnti um fyrirhugaða heimsókn sína þangað.

Trump færði íbúum svæðisins vatn og vistir á eigin kostnað, og merktan varning tengdan kosningabaráttu sinni fyrir nk. forsetakosningar 2024. Hann bauð jafnframt slökkviliðinu og öðrum viðbragðsaðilum í Austur-Palestínu í hádegisverð á McDonalds, en hann kvaðst þekkja matseðilinn „betur en nokkur annar.“

2 Comments on “Trump í Ohio: Útdeildi vatni og vistum til fórnarlamba mengunarslyssins”

  1. Leikrit frá hægri, leikrit frá vinstri, og alltaf vinnur mafían, frímúrararnir og litlu hatta karlarnir, sem ekki má nefna.

  2. Það er svo dapurt til þess að hugsa að það lítur út fyrir að Trump sé það skásta sem BNA hefur upp á bjóða?
    Hann er allavega ljósárum skárri enn hryðjuverka og stríðsglæpamaðurinn Joe Biden og allt hyskið sem fylgir honum, þá er ég að tala um lönd eins og Ísland!

    Ísland úr NATO og það STRAX!

Skildu eftir skilaboð