Kína vísar ásökunum á bug og styrkir tengslin við Rússland enn frekar

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Öryggismál, Úkraínustríðið, Utanríkismál1 Comment

Ráðamenn í Peking þvertaka fyrir fullyrðingar Bandaríkjamanna, um að Kínverjar hafi íhugað að senda Rússum vopn í stríði sínu gegn Úkraínu, þar sem Bandaríkjamenn kölluðu eftir „friðelskandi“ þjóðum að bregðast við til að binda enda á átökin. Frá þessu greindi m.a. Al-Jazeera í byrjun vikunnar.

Kínverskur talsmaður sagði á mánudag, að Bandaríkin væru ekki í aðstöðu til að setja afarkosti, eftir að utanríkísráðherrann, Antony Blinken, varaði Peking við því að útvega Rússum vopn í stríðinu gegn Úkraínu.

Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Wang Wenbin, sagði að Kína „muni aldrei sætta sig við að Bandaríkin bendi fingrum á samskipti Kína og Rússlands eða eða beiti okkur þvingunum“.

Benti á að Bandaríkin sendi stöðugt vopn til Úkraínu

„Það eru Bandaríkin, en ekki Kína, sem senda endalaust vopn á vígvöllinn,“ sagði Wang. „Við hvetjum Bandaríkin til að íhuga eigin gjörðir af einlægni og gera meira til að létta á ástandinu, stuðla að friði og samræðum og hætta að kenna öðrum um og dreifa röngum upplýsingum.“

Wenbin hefur gagnrýnt ófriðarstefnu Bandaríkjanna harðlega. Hann sagði að Bandaríkin hafi í einungis sextán ár af 240 ára sögu sinni, ekki verið í stríði. Síðan Síðari heimsstyrjöldinni lauk, hafi Bandaríkin reynt að steypa meira en 50 erlendum ríkisstjórnum af stóli, hafi haft ofbeldisfull afskipti af kosningum í að minnsta kosti 30 löndum og reynt að myrða fleiri en 50 erlenda leiðtoga.

Kína og Rússland hafa styrkt mjög vináttu og samvinnu sína á öllum sviðum á undangengnu ári. Háttsettir kínverskir embættismenn heimsóttu Moskvu í vikunni og héldu árángursríka fundi um frekara samstarf með ráðamönnum þar. Von er á heimsókn Xi Jinping, forseta Alþýðulýðveldisins Kína, til Moskvu á næstu misserum, greindi Reuters frá í vikunni.

Donald Trump, fv. forseti Bandaríkjanna, vildi bæta samskiptin við Rússland. Ef efnt yrði til ófriðar við Rússland í stað þess að bjóða landið velkomið til samvinnu við Vesturlönd, myndi Rússland snúa sér til Kína.

author avatar
Erna Ýr Öldudóttir

One Comment on “Kína vísar ásökunum á bug og styrkir tengslin við Rússland enn frekar”

  1. Erna Ýr, ég vil sjá þig fjalla um grein sendiherra Rússlands á Íslandi í Morgunblaðinu og viðbrögð NATO hundsins Björns Bjarnasonar við henni?

Skildu eftir skilaboð