Vindmyllugarðar: Óska eftir rannsókn vegna óvenjumikils hvaladauða

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Orkumál, UmhverfismálLeave a Comment

Tólf bæjarstjórar í New Jersey-ríki, suður af New York, hafa óskað eftir að rannsókn fari fram á því hvort að uppsetning á vindmyllugörðum við austurströnd Bandaríkjanna geti átt þátt í óvenjumiklum hvaladauða á svæðinu undanfarið. Frá þessu greindi Fox News í byrjun mánaðarins.

Þeir undirrituðu sameiginlega beiðni til ríkisins og alríkisins, þar sem farið var fram á stöðvun framkvæmda þar til að sýnt yrði fram á að vindmyllugarðarnir og framkvæmdir við þá geti verið útilokaðir sem ástæða hvaladauðans.

Þeir telja að umhverfismat vegna ákvörðunar um að reisa vindmyllugarðana hafi verið ófullnægjandi, og að ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til áhrifa á villt líf á svæðinu.

Hnúfubakur var tíunda hvelið sem rekur dautt á fjörur New Jersey frá í desember. Málið þykir erfitt fyrir ferðamennsku á svæðinu, en einnig er erfitt og kostnaðarsamt að losna við það sem áður fyrr hefði kallast hvalreki.

Skildu eftir skilaboð