Mesta snjókoma í Kaliforníu í áraraðir

frettinErlent, Veður1 Comment

Sjaldgæfur og kröftugur vetrarstormur hefur gengið yfir vesturströnd Bandaríkjanna síðstu daga og herjað á svæði sem eru óvön snjókomu. Úrkoman var ýmist í formi rigningar, snjókomu eða hagléls. Vegir upp til fjalla lokuðust og ökumenn lentu í vandræðum, en léttar snjóflögur féllu við strendur Santa Cruz og víðar.

Búist var við versnandi ástandi fram á föstudag með miklum vindum og mikilli snjókomu í Sierra Nevada fjöllunum í austanverðri Kaliforníu og í fjallendinu í Suður-Kaliforníu. Embættismenn hafa einnig haft áhyggjur af flóðum í Ventura og á Los Angeles svæðinu.

„Þetta er örugglega mesta snjókoma sem við höfum fengið í mörg ár,“ sagði Eric Boldt, veðurfræðingur hjá National Weather Service í suðurhluta Kaliforníu.

Konu var hjálpað út úr bíl sem rann út af veginum á laugardag í San Gabriel-fjöllunum á Los Angeles-svæðinu sem hafði orðið fyrir miklu snjófalli, en Kaliforníubúar gerðu sér líka margir glaðan dag þar sem aðstæður buðu upp á.

Konu hjálpað út úr bíl í San Gabríel fjöllunum

Hér má sjá myndband af „óveðrinu“ í Kaliforníu:

New York Times

One Comment on “Mesta snjókoma í Kaliforníu í áraraðir”

  1. Hamfarahlýnun af mannavöldum. Ekki lýgur hæstvirtur forsætisráðherra landsins? Hún telst víst gáfuð.

Skildu eftir skilaboð