Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fékkst loksins til að viðurkenna að fórnarlömb stríðsins í Úkraínu séu alveg frá árinu 2014. Atvikið átti sér stað á fundi í ráðinu á föstudaginn.
Þá hófu stjórnvöld í Kænugarði, fyrir þrýsting og með aðstoð Bandaríkjanna og NATO, að ráðast á á íbúa í suður- og austurhluta landsins, þ.m.t. Odessa, Mariupol og Donbass-héruðin. Þau höfðu ekki viljað sætta sig við valdaránið í Kænugarði í febrúar það ár.
Eftir að úkraínski diplómatinn Dmytro Kuleba óskaði eftir að fundarmenn risu upp og héldu mínútuþögn fyrir fórnarlömb innrásar Rússlands í Úkraínu, neituðu rússneskir erindrekar undir forystu Vasily Nebenzia að taka þátt, nema fórnarlamba alveg frá upphafi átakanna í landinu árið 2014 yrði minnst í sömu andrá.
Þannig stóðu allir upp að ósk Kuleba til að byrja með, nema rússneskir erindrekar. Þegar allir voru sestir stóðu Rússarnir upp og minntust allra fórnarlamba átakanna, alveg frá árinu 2014. Vandræðaleg þögn varð í dálitla stund þar til fundarmenn risu aftur upp og minntust allra þeirra sem fallið og þjáðst hafa vegna átaka í landinu undanfarin níu ár.
Awkward moment in UN Security Council just now. Ukraine FM asked members to stand for a moment of silence in memory of lives lost to Russian aggression.
Russian diplomats refused to stand saying they will only do so if it is in memory of all victims since 2014. Watch the rest. pic.twitter.com/U84Poslyrx
— Bahman Kalbasi (@BahmanKalbasi) February 24, 2023
Smám saman er að fást viðurkennt að stríðið hafi í raun hafist árið 2014 með árásum úkraínska hersins og sveita öfgaþjóðernissinna á Donbass. Á meðal þeirra sem hafa nú viðurkennt að upphaf stríðsins hafi verið árið 2014 er Jens Stoltenberg, aðalritari NATO. Að minnsta kosti virðist samviska fundarmanna að lokum ekki hafa leyft þeim annað en að minnast allra hinna föllnu.