Veiran sem olli Covid-19 heimsfaraldrinum á líklega upptök sín frá leka úr rannsóknarstofu en ekki sem hluti af vopnaáætlun, samkvæmt uppfærðri rannsókn bandaríska orkumálaráðuneytisins frá árinu 2021. Hvíta húsinu og háttsettum bandarískum þingmönnum, var greint var frá þessu í dag samkvæmt Wall Street Journal.
Niðurstaða ráðuneytisins sem er frávik frá fyrri rannsóknum á uppruna veirunnar kom í uppfærðu skjali, sem skrifstofa Avril Haines, forstöðumanns National Intelligence gaf út. Uppfærslan kemur í kjölfar niðurstöðu bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, og lagði hún „miðlungstraust“ á mat sitt um að veiran hafi breiðst út eftir að hafa lekið frá kínverskri rannsóknarstofu.
Niðurstaða orkumálaráðuneytisins, sem hefur umsjón með 17 bandarískum rannsóknarstofum, meðal annars á sviði háþróaðra líffræðirannsókna, er talin mikilvæg þrátt fyrir að eins og segir í skýrslunni hafi stofnunin uppfært álit sitt með „litlu trausti“.
Fjórar aðrar stofnanir telja að veiran eigi sérnáttúrulegan uppruna og tvær aðar eru ekki vissar, að sögn Wall Street Journal.
Misvísandi tilgátur um uppruna Covid-19 hafa annað hvort snúist um óþekkt dýr sem hafi borið veiruna til manna eða lekið fyrir slysni frá kínverskri rannsóknarstofu í Wuhan.
Bandarískir embættismenn, neituðu að útskýra nánar frá nýjum upplýsingum sem leiddu til þess að orkumálaráðuneytið breytti afstöðu sinni, sagði Wall Street Journal sem tók einnig fram að ráðuneytið og FBI hafi komist að sömu niðurstöðu af ólíkum ástæðum.
Wall Street Journal og Guardian.
Kenningin um rannsóknarleka var lengi vel álitin samsæriskenning og þeir sem héldu þessu fram voru ritskoðaðir á samfélagsmiðlum.
Now that the U.S. Department of Energy has joined FBI in concluding that the coronavirus likely leaked from a lab, it’s worth remembering that the media, en masse, condemned the lab leak theory as a “debunked conspiracy theory,” and Facebook censored people who dared suggest it pic.twitter.com/RuT0w0SgpV
— Michael Shellenberger (@ShellenbergerMD) February 26, 2023