Foreldrarnir Britney og Frankie Alba, tóku á móti eineggja tvíburadætrum sínum Lynlee og Lydiu í ágúst 2022, aðeins 13 mánuðum eftir fæðingu tvíburasona þeirra Luka og Levi, sem einnig eru eineggja. Fjölskyldan var nýlega i viðtali við Today og birtist í tímaritinu People.
Aðspurð hvernig þeim gengi að takast á við að vera foreldrar fjögurra barna undir tveggja ára aldri, sagði Britney að vissulega kæmu mjög krefjandi stundir, en fyrir okkur eru börnin kraftaverk og okkur tekst þetta og erum blessuð af guðs náð. „En þetta gengur frábærlega“, segir móðirin sem er með fjögurra mánaða gamlar dætur sínar í fanginu á meðan á viðtalinu stendur og faðirinn Frankie heldur á 18 mánaða gömlum sonum þeirra hjóna.
Hjónin segja frá því að þau fréttu fyrst að Britney væri ófrísk sex mánuðum eftir að drengirnir fæddust, en upphaflega héldu þau að einungis væri von a einu barni, eins og algengast er.
„Við vorum vel sett, töldum við, og áttum tvo fullkomna drengi, en okkur fannst í góðu lagi að bæta einu barni við,“ segir Birtney sem er 27 ára grunnskólakennari.
Þegar foreldrarnir fengu þær fréttir að aftur væri von á tvíburum , héldu þau að fæðingarlæknirinn væri að grínast. „Við fórum að hlæja því við héldum að þetta væri brandari,“ segir móðirin. En læknirinn sagði, „nei ég myndi ekki grínast með þetta, það eru tvö börn á leiðinni.“
Auk þess að vera ófrísk aftur af tvíburum, eru stúlkurnar svokallaðir „MoMo“ eineggja tvíburar, sem þýðir að þær deila sömu fylgju. Þess konar tvíburar eru innan við eitt prósent af öllum fæðingum í Bandaríkjunum.
Vegna aukinnar áhættu var Britney lögð inn á sjúkrahús þegar hún var komin 25 vikur á leið.
„Þeir vildu fylgjast með hjartslættinum mörgum sinnum á dag, og í hvert skipti sem þeir skoðuðu mig, hélt ég niðri andanum og beið eftir að heyra tvo hjartslætti,“ segir Britney. „Þetta var frekar óhugnalegt, en ég fékk bestu umönnunina, segir móðirin þakklát.
Hvað varðar söguna á bak við nöfn systkinanna, sem öll hafa sama upphafsstafinn, segir Britney að eftir að hafa nefnt syni sína Levi og Luka vildu þau halda í þá hefð.
„Okkur þótti mjög vænt um nafnið Lydia,“ og sögðust hafa ákveðið nafnið eftir að hafa heyrt það á samkomu í kirkjunni, en hjónin kynntust í Biblíuskóla.
Hvað Lynlee varðar, þá segir móðirin nýbakaða: „Ég á mjög góðan vin sem heitir þessu nafni sem mér finnst vera ofurhetja,“ og var innblásturinn á bak við nafn dóttur okkar.
Viðtalið við foreldrana má sjá hér neðar: