Eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur:
Tvö mál, bæði frá Þýskalandi, fóru fyrir Mannréttindadómstólinn. Í norsku blaði má lesa þessa frétt.
Annað foreldrið, sem framleiðir sæði, vildi vera skráð móðir barns kvartaði. Í hinu málinu framleiddi foreldrið egg en gerði kröfu um að vera faðir barns. Mannréttindastólinn tók bæði málin fyrir í einu enda af sama meiði.
Fyrst að öðru málinu en það var kona og transkona sem áttu barn saman og transkonan (sem er karlmaður) framleiddi sæði og vildi láta skrá sig sem móður barnsins vegna skilgreiningar sinnar.
Hitt málið snérist um konu, sem skilgreindi sig sem karlmaður, varð ófrísk frá sæðisgjafa og bar barnið undir belti. Þar sem hún skilgreinir sig sem karlmann vildi hún verða faðir barnsins.
Mótmælt í báðum málunum
Þýskir dómstólar sögðu börnin hafa rétt á að þekkja líffræðilegt kyn foreldris og neituðu í báðum tilfellum að gangast við máli kærenda. Fólkið kvartaði undan þýskum dómstólum til Mannréttindadómstólsins á forsendu 8 gr. um friðhelgi einkalífsins.
Í dómnum segir dómstóllinn að ekki sé samstaða meðal Evrópuríkjunum fyrir svona skráningum og reglan er að sú sem fæðir barn er skráð móðir þess.
Víðtæk geðþáttaákvörðun
Dómstóllinn gerir ráð fyrir að ríki eigi að hafa ákvörðunarvald í þessum málum þar sem mismunandi mannréttindi vega ekki gegn hvort öðru. Í þessum tilfellum, rétt barns til að þekkja uppruna sinn á móti rétti foreldra sem vilja fá viðurkenningu á hlutverki sem þeir velja.
Dómarnir eru á frönsku en í opinberu útgáfu dómstólsins segir "motherhood and fatherhood, as legal categories, were not interchangeable and were to be distinguished both by the preconditions attached to their respective justification and by the legal consequences which arose therefrom".
Dómana má finna í krækjum neðst í fréttinni.