Ung manneskja lést í Svíþjóð þremur vikum eftir Covid sprautu

frettinInnlendarLeave a Comment

Sænska ríkissjónvarpið SVT segir frá því að ungur einstaklingur í Värmland í Svíþjóð hafi látist þremur vikum eftir Covid-19 bólusetningu. Nákvæmur aldur eða frekar upplýsingar eru ekki gefnar upp.

Á þeim tíma sem bóluefnið var gefið var óljóst hvernig ætti að túlka ráðleggingar varðandi aldurstakmörk, skrifar Birgitta Sahlström embættismaður í Värmland í fréttatilkynningu.

Atvikið hefur verið tilkynnt til heilbrigðiseftirlitsins (IVO) og til Lyfjastofnunar. En þar sem atburðurinn er óvenjulegur og dánarorsök ekki kunn samkvæmt Réttarlæknisfræðistofu ríkisins, er óskað eftir utanaðkomandi rannsókn.

Skildu eftir skilaboð