Ekki tekist að birta stofnanda Google stefnu í máli gegn JP Morgan vegna mansals

frettinInnlendarLeave a Comment

Samkvæmt fjölda fregna hafa Bandarísku Jómfrúareyjarnar (USVI) ekki haft uppi á Larry Page, meðstofnanda Google, til að birta honum stefnu í málshöfðun þar sem því er haldið fram að JPMorgan Chase bankinn hafi gert kynlífsglæpi Jeffrey Epstein mögulega.

USVI hefur stefnt bankanum fyrir meinta hlutdeild í kynlífssmygl Jeffrey Epstein, þar sem hann var til langs tíma viðskiptavinur.

USVI fóru fram á það við Jed Rakoff, alríkisdómara á Manhattan, að hann birti Larry Page stefnuna með óhefðbundnum hætti þar sem hefðbundnar leiðir hafi ekki borið árangur.

Lögmenn USVI halda því fram að Epstein gæti hafað, eða reynt að beina, viðskiptum Larry Page til JPMorgan Chase bankans.

Jómfrúareyjar hafa áður gefið út stefnur á hendur Sergey Brin, meðstofnanda Google sem og fyrrum Disney framkvæmdastjóranum Michael Ovitz, Thomas Pritzker stjórnarformanni Hyatt hótelkeðjunnar og Mort Zuckerman, milljarðamærings og fasteignasala.

Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan, verður yfirheyrður í málinu í lok maí.

CNBC.

Skildu eftir skilaboð