Börn og kynhormón: Í ákefð okkar við að hjálpa fáum bregðumst við mörgum

frettinInnlendar1 Comment

Eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur:

Það er nauðsynlegt að við stígum á bremsuna og stoppum aðgerðaráætlunina um að kyn sé eitthvað sem þú tengist og getur valið skrifar Mikael Wandt Laursen.

Við höfum brugðist viðkvæmustu börnunum, þeim sem eru á einhverfurófinu, með að gefa of auðveldlega eftir að börn og unglingar fái hormón ef þau upplifa sig sem andstætt kyn. Þess vegna er það ánægjulegt að í Evrópu fara menn varlega að meðhöndla börn og unglinga með kynhormónum.

Af hverju bregðumst við við fyrst núna?

Við höfum þekkt það í mörg ár að fjöldinn allur af börnum með einhverfu eru meðal þeirra sem upplifa óþægindi við kyn sitt. Samt sem áður hefur engin rannsakað samhengið. Það hefur undrað leikmann eins og mig sem hefur einhverfu sem stóran hluta af fjölskyldulífinu.

Menn hafa aðeins talað um fyrirbærið á ráðstefnum og námskeiðum án þess að grípa rót vandans, en réttur einstaklingsins virðist yfirtaka öryggi sjúklinga. Ég óttast að tíðarandinn sem blæs með kynjaréttindahreyfingunni hafi leitt til þeirrar þöggunar sem er um málaflokkinn- og það gjald borga einhverf börn og unglingar.

Formaður einhverfufélagsins, Brian Andersen, sagði við blaðið þann 28. apríl að félagið myndi vinna ötullega að rannsóknum á málaflokknum þannig að öðlast mætti betri skilning af samhenginu á milli einhverfu og kynáttunarvanda. En það er nokkuð seint í rass gripið!

Þrátt fyrir að samhengi milli einhverfu og kynáttunarvanda hafi ekki verið rannsakað þá er eitt samhengi nokkuð ljóst: Einkenni einhverfu að maður hafi ekki sterka tilfinningu hver „ég” er og þar af leiðandi „hver ég er.” Það á líka við um svið kynjanna. Sú óvissa er í dag oft ruglað við að maður sé kannski ekki líffræðilegt kyn. Þar með er það einfalt, ekki auðvelt, einfalt að það sé skýringarlíkan einstaklings með flóknar og andstæðar áskoranir. Við eigum á hættu að gefa þeim steina í stað brauðs.

Ég er viss um að mitt og önnur einhverf börn eigi erfitt með að feta stíginn í þessum taugafræðilega heimi. Ég er viss um að hluti þeirra munu finna sig sem transfólk. Gott og blessað. En margbreytileiki einhverfu gerir að svo snemmbært inngrip sem stopp- og krosshormónar eru er úr takti við ábyrgð okkar á viðkvæmum einstaklingum sem þurfa að finna sinn stíg.

Hvað með aðrar geðraskanir? Margar rannsóknir sýna að kynáttunarvandi eykst með OCD  (Áráttu-þráhyggjuröskun), getur í reynd verið kjarninn í OCD- og flækt greiningu á einhverfu.

Að það hafi ekki verið nógu sterkur grunvöllur fyrir fagfólk og stjórnvöld að standast þrýstinginn á að gefa hormón er áhyggjuefni. Er hægt að þrýsta okkur til að samþykkja aðgerðaráætlunina þó hún kunni að stofna viðkæmum hópi í hættu?

One Comment on “Börn og kynhormón: Í ákefð okkar við að hjálpa fáum bregðumst við mörgum”

Skildu eftir skilaboð