Líkurnar á að þú hefðir verið nasisti á tímum Hitlers

frettinPistlar2 Comments

Kanadíski lögmaðurinn Don Wilson skrifaði fyrir nokkrum dögum pistil á Twitter sem ætti að vekja marga til umhugsunar um eigið framferði og annarra á Covid tímanum. Þrátt fyrir að Wilson skrifi út frá kanadískum veruleika á pistillinn erindi til okkar allra. Hefur greinin fengið mikla lesningu og mörg þúsund deilingar. Hún er svohljóðandi:

„Margir fara í uppnám þegar hegðun þeirra á Covid tímanum er líkt við Þjóðverja sem studdu uppgang nasismans.

Við skulum rifja upp.

Fimmtungur borgaranna var löglega flokkaður sem óhreinn. Þeir voru útilokaðir frá flestum opinberum rýmum, þar á meðal leikhúsum, veitingastöðum, kvikmyndahúsum, krám, klúbbum, sundlaugum, íþróttaviðburðum, tónleikum, ráðstefnum o.fl.

Til að fá aðgang að almenningsstöðum þurfti fólk að hafa meðferðis stafrænt auðkenni svo yfirvöld gætu staðfest að það væri ekki óhreint.

Óhreinum var sagt upp og þeir útilokaðir frá flestum störfum: í menntakerfinu, heilbrigðisþjónustu, dómstólum, öllum störfum hjá hinu opinbera, flestum verkamannastörfum og störfum hjá stórum hluta stærri einkarekinna fyrirtækja. Þegar þeim óhreinu var sagt upp störfum var þeim synjað um atvinnuleysisbætur með þeim rökum að þeim hafi verið sagt upp fyrir að vera óhreinn.

Óhreinum var bannað að ferðast með lestum, flugvélum og leigja sér báta. Þeir höfðu engin lögleg úrræði til að fara úr landi. Jafnvel þó þeir vildu, gátu þeir ekki flúið landið sem augljóslega hataði þá svona.

Það varð ólöglegt að umgangast hina óhreinu. Þeim var ekki leyft að mæta í brúðkaup eða jarðarfarir, eða heimsækja veika ættingja eða vini á sjúkrahús.

Sérstök lög voru sett fyrir þá óhreinu, og þeim stungið í stofufangelsi höfðu þeir verið í návist við einstakling sem nýlega fékk jákvætt PCR próf. Hinir óhreinu þurftu að halda áfram að hylja andlit sín á almannafæri eftir að almenn grímuskylda var felld niður.

Það varð samfélagslega ásættanlegt að óska óhreinum dauða á samfélagsmiðlum og hjá helstu fréttastofum. Lýðheilsufræðingar og aðrir stjórnmálamenn héldu blaðamannafundi til að niðurlægja og móðga þá óhreinu. Almenningur fann í sameiningu upp á niðrandi nafngiftum fyrir þá óhreinu og naut þess að lítillækka þá.

Fréttamiðlar stóðu reglulega fyrir skoðanakönnunum þar sem spurt var hvort handtaka ætti þá óhreinu eða sekta þá. Opinberar persónur töluðu opinskátt og með stolti um að meina óhreinum um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, láta þá deyja. Hinir óhreinu voru fjarlægðir af listum fyrir ígræðslu líffæra, nánast dæmdir til dauða.

Aldrei var talað um hvenær þessum ráðstöfunum ætti að ljúka, engin tímaáætlun gefin upp. Þvert á móti var þetta kallað „nýja normið“.

Þeir sem gagnrýndu eitthvað af þessum aðgerðum voru settir til hliðar og gagnrýnin kostaði þá mögulega flesta vini og vandamenn, jafnvel starfið.

Lærdómurinn af helförinni, og Covid, er ekki sá að Þjóðverjar eða íbúar Alberta í Kanada eða fólk á 21. öldinni sé einstaklega trúgjarnt eða illt. Lærdómurinn fyrir flesta er sá að „siðferði“ er ekki spurning um prinsipp heldur frekar að tileinka sér það sem fólk telur vera ríkjandi hóphugmyndafræði, jafnvel þótt sú hugmyndafræði sé mörkuð af óskynsamlegri rökleysu eða hrottalegri ómannúð.

Þetta er eins og í sumum sértrúarsöfnuðum eða klíkum. Grimmdin eða rökleysan í kringum það sem þar fer fram og þarf til að fá fólk til að taka þátt, festir fólk enn frekar í sessi í hugmyndafræðinni, frekar en að hrekja það frá; stórkostlega öfugsnúið hagsmunamat.

Þannig að ef þú ert þessi dæmigerða manneskja í Alberta, Kanadamaður eða annað, þá eru yfirgnæfandi líkur á að þú hefðir verið nasisti ef þú hefðir fæðst í Þýskalandi Hitlers. Ef þú fagnaðir lokunaraðgerðum og skyldubólusetningum eru líkurnar á að þú hefðir verið nasisti nánast 100%.

Iðrist.“

Undir pistilinn skrifar til dæmis Nadine Ness frá Kanada og segir:

Í Þýskalandi voru læknar einir af þeim fyrstu til að stökkva um borð. Þeir [nasistarnir] hefðu aldrei náð árangri ef þeir hefðu ekki fengið stuðning lækna. Siðfræðin varðandi upplýst samþykki varð til vegna voðaverkana sem áttu sér stað í Þýskalandi. Dragið lærdóm af því og gerið betur.

Hér má lesa skrif kanadíska lögmannsins:

2 Comments on “Líkurnar á að þú hefðir verið nasisti á tímum Hitlers”

  1. Fólkið sem stjórnar heiminum í dag eru engu betri en Nasistar/Fasistar/Kommúnistar, og því miður er almenningur villuráfandi sauðir sem fylgja sínum herra í blindni inn í myrkrið. Fæstir sækja í Ljósið.

  2. Einhver heimtaði opinberlega að hinir óhreinu yrðu dæmdir í æviangt fangelsi á Djöflaeyjunni. Eða var það kannski úti í Grímsey? Hvaða týpa var það aftur sem vildi þetta?

Skildu eftir skilaboð