Leiðtogar erlendra ríkja streyma nú til landsins til að vera viðstaddir fund Evrópuráðsins í Hörpu. Reiknað er með um 50 einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli.
Fundurinn er fjórði leiðtogafundurinn í sögu Evrópuráðsins, og sá fyrsti í nærri tuttugu ár, og fer fram í dag og á morgun í Hörpu. Evrópuráðið var stofnað árið 1949 og gerðist Ísland aðili að því árið 1950. Markmið stofnunarinnar er að stuðla að stöðugleika, auka samvinnu innan álfunnar og koma í veg fyrir annað stríð. 46 ríki eiga aðild að Evrópuráðinu og fimm ríki áheyrnaraðild. Öll ríki Evrópu eru aðilar að stofnuninni að frátöldum Belarús, Rússlandi og Kósóvó.
Forseti Slóvakíu, Zuzana Caputova, er meðal gesta og birti hún mynd af sér í morgun á Twitter í einni af einkaþotunum sem til landsins koma Með henni eru í för forseti Tékklands, Natasa Pirc Musar, og forseti Slóveníu, Natasa Pirc Musar.
Caputova skrifar með myndinni: „Á leið á sögulegan Evrópuráðsfund í Reykjavík með félögum mínum, forseta Tékklands og forseta Slóveníu. Sameinum kraftana til að vernda lýðræðið og minnka kolefnisfótspor okkar.“
2 Comments on “Þrír forsetar samferða til landsins í einkaþotu: „Verjum lýðræðið og minnkum kolefnisspor“”
Það væri flott ef eyjan Ísland myndi spúa einu stk gosi á morgun! Hóst Hóst … Líklega aldrei áður hefur svo mikið af illsku verið samansafnað á eyjunni áður. Þetta fólk hefur nú þegar verið þegar keypt á einn eða annan hátt og þeirra hagsmunir og okkur fólksins fara ekki saman.
Lykillinn af Íslandi verður afhentur við hátíðlega athöfn Evrópsku (WEF) Elítunni. (Frumvarp 35)
Allt þetta lið fer með sömu setninguna.. „Sameinum kraftana til að vernda lýðræðið og minnka kolefnisfótspor okkar.“ Eða í lauslegri þýðingu Klaus Schwab, “ Sameinum krafta okkar til að minnka lýðræðið og fækka fólkinu.“
Talið er að 90% af íslensku þjóðinni tóku tilraunalyfjakoktelinn (Ef tölur ríkissins eru réttar) þannig má segja að svipuð prósenta sé heilaþvegin af kolefnisfótspor áróðrinum. Búnir að samþykkja í appinu sínu leyfi Google og annarra að fylgjast og skrá niður hvað þú kaupir og hvar. Kolefniskatturinn á almenning er þegar í undirbúningi og nú þegar er verið að skrá niður. Las einhver samninginn sem þú samþykktir þegar þú skoðaðir kolefnissporin þín á banka appinu þínu? Hver á Google/ eða Apple pay? Ef þú ert búin að vera strútur með hausinn í sandinum allt þitt líf þá er tími komin ef ekki fyrir löngu að skoða hvað er að gerast.
Aha… „Gerðu það sem við segjum, ekki eins og við gerum.“