Arnar Sverrisson skrifar:
Kvenfrelsunarleiðtogar heimsins eru með ólíkindum stríðsgraðir; heimta meira stríð, meiri tortímingingu fleiri drengi drepna og meira fé á glæ, þar á meðal íslenskra skattgreiðenda.
Stríðsbrjálæðingar austan hafs og vestan hafa fyllst eldmóði við stríðsást kvenfrelsunarrherfræðinganna, sem faðma þá, kyssa og kjassa.
En nú kynni að sjást friðarskíma á styrjaldarhimninum, þrátt fyrir stríðsgreddu og loforð Jósefs um F-16 og fleiri stríðsgull af þeim toga til Úkraínuhers, sem er að niðurlotum kominn. Og þrátt fyrir að enn á ný þurfi að endurræsa peningaprentsmiður Seðlabanka Bandaríkjanna.
Það háttar nefnilega svo til, að nokkur fjöldi málsmetandi stríðsfræðinga í Bandaríkjunum fara bónleiðina að þingi og ríkisstjórn: hættið stríðsbröltinu og semjið frið.
Vonandi senda þeir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Katrínu Jakobsdóttur einnig slíka bón.
3 Comments on “Gæti friður verið í augsýn í Úkraínu?”
Ad Blackrock CEO Larry Fink sem á nú thegar 30% af Ukraniu var nýlega á fundi med Zelensky um frekari fjárfestingar í landinu gefur frekar til kynna ad einhverskonar fridur er ad vaenta fyrr en seinna. Follow the money!
Nei, því miður erum við mjög langt frá því að sjá einhvern áhuga á friði eða lausnum í þessu stríði þökk sé BNA og NATO skósveinum þeirra í Evrópu. Þetta stríð á trúlega eftir að ganga í mörg ár það eina sem getur endað þetta stríð er ef Rússland ákveður að taka yfir alla Úkraínu og sópa NATO ruslinu út úr landinu enn það myndi kosta mikið mannfall óbreyttra borgara sem rússarnir hafa ekki áhuga á ólíkt þeim aðferðum BNA hefur notað í öllum þeim stríðum sem þeir eru valdar af.
Þessa yfirlýsingu þarf að senda Þórdísi og Katrínu „In diplomacy, one must attempt to see with strategic empathy, seeking to understand one’s adversaries. This is not weakness: it is wisdom.
We reject the idea that diplomats, seeking peace, must choose sides, in this case either Russia or Ukraine. In favoring diplomacy we choose the side of sanity. Of humanity. Of peace.“ Auðvitað á Ísland það herlausa og friðsama land að boða frið en ekki áframhaldandi stríð!