Skerðing hugsana- og tjáningarfrelsis – Hugsanalögregla, ritskoðun og haturslöggjöf

frettinArnar Sverrisson, Ritskoðun, TjáningarfrelsiLeave a Comment

Eftir Arnar Sverrisson:

Í síðasta þætti Highwire er fjallað um áhugaverð málefni, er snúa að máli málanna; skerðingu tjáningarfrelsis og löggjöf gegn svokallaðri hatursumræðu.

Fjögur mál eru efst á baugi; málaferlin gegn ríkisstjórn Bandaríkjanna, Joseph Biden; kaupum auðkýfingsins, Elon Musk, á Twitter; baráttunni við leyndarhyggju í tilviki lyfjafyrirtækjanna og nýrri hatursorðræðulöggjöf á Írlandi. Málefnin eru kynnt í þessari röð:

1.

Réttarhöld standa yfir í Missouri, þar sem forseti Bandaríkjanna situr á sakamannabekknum, ákærður fyrir samsæri ríkisvalds og samfélagsmiðla til ritskoðunar, dreifing arfalsfrétta og þöggunar. Þetta á ekki síst við um fórnarlömb bólusetninga við covid-19.

2.

Sumir hafa klórað sér í höfðinu, eftir að Elon Musk keypti Twitter í þeim yfirlýsta tilgangi að tryggja málfrelsi. Elon kynnir sig sem einhvers konar lýðræðishetju. Hann setti meira að segja á svið atkvæðagreiðslu um forstjórasætið. Notendur höfnuðu honum.

Nýr forstjóri Twitter, Linda Yaccarino, auglýsinga- og sefjunarsérfræðingur, sem þátt hefur tekið í áróðursherferðum stjórnvalda vegna covid-19 m.a., ætlar að afla fjár fyrir húsbónda sinn með því að þóknast auglýsendum.

Reynslan frá Alheimsefnahagsráðinu kemur vafalaust í góðar þarfir. Elon hefur greinilega ekki fundið hjá sér þörf til að slíta ástarsambandinu við þann merka félagsskap.

3.

Leyndarhyggja stjórnvalda og fyrirtækja er yfirþyrmandi. Það á svo sannarlega við um bóluefni og bólusetningar gegn covid-19.

Eins og sumir vita, láta stjórnvöld eins og Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna (Food and Drug Administration), sér nægja niðurstöður lyfjafyrirtækjanna, þegar umsóknir um markaðsleyfi eru metnar.

Þegar bóluefnin við covid-19 komu á markað, varð strax ljóst, að aðferðir og niðurstöður voru bjagaðar. Stofnunin og fyrirtækin neituðu í fyrstu að opinbera gögn sín, þar til dómari skipaði þeim að gera svo. Þau þráast stöðugt við og ætluðu sér í fyrstu að ljúka birtingunni, að 75 árum liðnum. Dómari brást hinn versti við og heimtaði 55.000 síður á mánuði frá Pfizer.

Nú er komið að Moderna. Það þarf varla að fjölyrða um allt það fúsk, óráðvendni og siðleysi, sem hefur borið fyrir augu þeirra, sem lagst hafa yfir skjölin. Fjöldi bóluefnaþega hefur hlotið mein af efnunum, aðrir goldið með lífi sínu.

4.

Á Írlandi er nú fjallað – eins og á Íslandi – um löggjöf gegn hatursorðræðu: „Hvatning til ofbeldis eða haturs og hatursglæpa“ (Incitement to Violence or Hatred and Hate Offences).

Neðri deild þingsins hefur veitt henni brautargengi. Lögin eru eins konar uppfærsla af fyrri löggjöf frá 1989. Það kemur varla á óvart, að kynferði, kyneinkenni og kynhegðun, beri þar sérstaklega á góma. Skilgreining:

„Kynferði merkir kyn einstaklings eða það kyn, sem einstaklingur gefur til kynna að sé það kyn, sem orðið hafi fyrir valinu, eða það kyn, sem einstkalingurinn samsamar sig. [Það] tekur til kynskipta og kynja, sem hvorki eru kven- né karlkyn …“

Hins vegar er hatur ekki skilgreint. Sá, er orðræðuna viðhefur eða höfundur orða á bréfsnifi eða í tölvu, er gerður ábyrgur fyrir þeim tilfinningahræringum, sem kynnu að verða í viðtakanda orðanna – eða líklegt má telja að hafi slík áhrif. Þessu er eins og snýtt úr nösunum á Katrínu Jakobsdóttur og fylgifiskurum hennar.

Lögin heimila lögreglu að gera húsrannsókn, vakni rökstuddur (reasonable) grunur um, að tiltekinn þegn hugsi eitthvað, sem brýtur í bága við lögin, og hyggist tjá sig um hugsanir sínar. En sönnunarbyrðin er færð yfir á þann grunaða. Tölvugögn er einnig heimilt að rannsaka.

Ætli Alþingi hvolfi áþekkum lagaóskapnaði yfir íslenska leg- og reðurhafa – og kynlausingja.

Þáttinn má sjá hér.

Skildu eftir skilaboð