Trump-heilkennið sem afþreying

frettinFjölmiðlar, Geir ÁgústssonLeave a Comment

Eftir Geir Ágústsson:

Það er ekkert leyndarmál að öllum árum er nú róið að því að stöðva endurkjör Donald Trump í embætti Bandaríkjaforseta. Öllum! Hann er ákærður, hann er rannsakaður, honum er kennt um embættisverk annarra. Listinn er endalaus.

Fjölmiðlar taka þátt í þessu á sinn hátt með því að hafa hátt um sumt og þegja um annað. Sem gott sýnidæmi má nefna tvær nýlegar fréttir íslenskra miðla um Trump.

Í Morgunblaðinu er fjallað um skýrslu sem nýlega kom út í Bandaríkjunum og hreinsar Trump af öllum ásökunum um kosningasvindl með aðstoð Rússa.

Í Vísir er fjallað um enn eina rannsóknina á meðhöndlun Trump á svonefndum leyniskjölum, en ekki stafkrókur skrifaður um skýrsluna sem Morgunblaðið fjallar um.

Eru báðir fjölmiðlar þá að keyra sinn áróður með því að handvelja hvað telst eiga erindi við lesendur og hvað ekki? Eða bara annar þeirra? Eða hvorugur í raun?

Það breytir ekki öllu. En boðskapurinn er mögulega sá að það er ekki hægt að treysta á einhvern einn fjölmiðil eða tvo til að segja frá heildarmyndinni. Við þurfum alltaf að kynna okkur málin á eigin spýtur og frá fjölda uppspretta, ef áhugi er á að vita eitthvað.

Mitt persónulega mat er að Vísir sé versta afskræming blaðamennsku í íslensku fjölmiðlaumhverfi - jafnvel verri en RÚV og DV. Hvernig aðrir raðast er svo óljósara í mínum huga. Trump-heilkennið hrjáir þá samt alla, þótt það sé mismikið. Það út af fyrir sig gerir fjölmiðlana oftar en ekki að afþreyingu frekar en fréttaveitum, og kannski það sé betra en ekkert.

Skildu eftir skilaboð